Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 170
PETER BROOKS
okkar. Til þess að öðlast þennan skilning kynnir Freud til sögunnar end-
urtekiúngaráráttuna, en hún fellur illa að virkni vellíðunarlögmálsins eins
og sést glögglega í draumum sjúklinga sem þjást af áfallstaugaveiklun eða
stríðstaugaveiklun, en þeir endurhfa í sífellu skelfilega atburði, augnablik
áfallsins. Endurtekningaráráttan gengur þth þvert á kenninguna um
drauma sem óskauppfyllingu. Annað dæmi um endurtekningaráráttuna
sækir Freud í leik ungabarns sem hendir í sífellu Ieikfangi úr vöggu sinni
og dregur það til baka. Freud varpar fram þeirri spurningu hvers vegna
barnið endurtaki í sífellu þessa óþægilegu reynslu, sem að mati hans er
sviðsetning á hvarfi móðurinnar. Svarið telur Freud liggja í þ\h að í leikn-
um endurheimti barnið völd á aðstæðum sem það fái í raun aldrei sfyrt.
Stjórnin fæst með endurtekningu:
hretdingu ffá óvirkni til úrkni og ef stjórnin er staðfesting á því valdi
sem maðurinn verður í raun að lúta - vali, gætum tdð sagt, um þving-
aðan endi - höfum við nú þegar n'sbendingu um eðli fléttmmar, þar
sem endurtekning, en hún flytur okkur aftur yfir sama svæði, gæti
haft ýmislegt að gera með hvernig endalokin eru valin (s. 177).
Það er í þessari löngun í endalokin sem \dð finnum kjarnann í meist-
arafléttu Freuds. Dauðahvötdn vinnur í textanum með hjálp endurtekn-
ingaráráttunnar, á sama tíma og við leitum eftdr fullnægingu í lestri, þ.e.
erum á valdi vellíðunarlögmálsins. Endurtekningarnar seinka endalokun-
um og losuninni, en við það skapast jahiffamt vellíðan sem orsakast af töf.
Frásögnin stefnir að niðurlagi sínu, hún leitar útskýringar í sínum eigin
dauða, í endalokunum. En það verða að vera hin réttu endalok, hinn rétti
dauði, endanum má ekki ná of fljótt. Þau oþægindi sem frásagnartafirnar
valda, ánægjurík spennan og óvissan sem skapast vegna hjáleiðarinnar
sem ffásögnin hefur tekið, eru þannig mikilvægur þáttur í þeirri nautn
sem sprettur úr textanum.
Brooks telur að undir lok ritgerðarinnar gefi Freud til kymna að and-
stæð öfl vellíðunarlögmáls og dauðahvatar tengist í flóknu og kraftmiklu
samspili, þar sem lífiæran verður að lifa til þess að deyja á tdðeigandi hátt,
„deyja hinum rétta dauða“ (s. 186). Við höfum í höndum áhrifamikdð
líkan þar sem þráin í textanum er óhjákvæmilega þráin eftir þeim enda-
lokum sem fanga okkur með dauðadæmdum krafti sínum.
Guðni Elísson
168