Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 168
PETER BROOKS
Plot: Desig,n and Intention in Narrative (1984). Bókin er tileinkuð minn-
ingu belgíska bókmenntafræðingsins Pauls de Man, sem lést skömmu
fyrir útgáfu hennar. Hún ber þess einnig merki að vera undir sterkum
áhrifum frá kenningum de Man, en hann var merkasti fulltrúi afbygging-
arskólans í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og samkennari Brooks
við Yale háskóla. „Meistarafléttu Freuds" má lýsa sem frásagnarffæði sem
færð hefur verið }4ir á svið sálgreiningar. Fléttan, þessi grunneining ffá-
sagnar, hefur verið rannsökuð af formalistum og strúktúralistum, en
Brooks telur að leita verði lengra, kafa dýpra og finna aflmeiri líkön sem
eigi rætur í löngunum og þrám einstaklingsins. Það er í þessum tilgangi
sem hann horfir til Freuds og þá sérstaklega til ritgerðar hans Handan
vellíðunarlögmálsins (1920), en Brooks telur að viðfangsefni Freuds í henni
sé á óbeinan hátt „ffásagnarleiki“ lífsins.
Upphafið er mótað af endanum í bókmenntum og einnig í skilningi
okkar á lífinu sjálfu, endalokin eru það formlega greiningarafl sem færir
augnablik verðandinnar inn í skipulag og merkingu fléttunnar. Brooks
bendir á tengsl ffásagna og minningargreina og vísar í því samhengi til
sjálfsævisögu Jean-Paul Sartre, Orðin (LesMots), en Sartre gaf lífi sínu til-
gang með því að:
sjá sjálfan sig sem í bók, lesna af komandi kynslóðum „frá dauða til
fæðingar". Hann hóf að lifa lífi sínu á afturvirkan hátt, út ffá þeim
dauða sem einn gæti gefið tilverunni merkingu og nauðsyn. Eins og
hann orðar það í hnotskurn: „Ég varð mín eigin minningargrein“.
(s. 173)
Brooks varpar fram þeirri áleitnu spurningu hvort allar ffásagnir séu ekki
í eðli sínu minningargreinar, hvort skilningur okkar á sögulokum sé ekki
alltaf mótaður af hinum mannlegu endalokum, dauðanum. Þetta sést
glögglega í nítjándu aldar skáldsögunni, þar sem banalega sögupersón-
unnar er gjarnan lykilatriði í samantekt verksins og miðlun á því, hún
varpar ljósi á það sem á undan er gengið.
Því verður ekki neitað að röksemdafærslur Brooks uin vald sögulok-
anna virðast ganga þvert á þær hugmyndir að ffásögnin sæki merkinguna
í uppruna sinn, það sem hrindir atburðarásinni af stað. Kannski býr þver-
sögnin á skemmtilegan hátt í orðunum „í upphafi skal endinn skoða“ en
þau mætti í senn útleggja sem svo að endirinn eigi rætur sínar í upphaf-
inu og verði aðeins skilinn út frá því og svo þannig að fyrst skuli skoða
i66