Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 142
SHOSHANA FELMAN
leiða fram innsæi Lacans með lestri á sundurlausum og brotakenndum
texta, á athugasemdum sem finnast á víð og dreif, á ósamfelldum niður-
stöðum túlkenda (sem oft eru gagnrýnir og leitast við að leiðrétta) og á
stöðugum vísunum Lacans í Odipus í stíl sínum og mælskufræði. Þegar
ég hófst handa við að skipuleggja á skapandi hátt hina svokölluðu endur-
skoðun Lacans á Odipusi myndaðist formgerðin sjálfkrafa og varð að
sambandi þriggja þátta (breyting sem reyndar byggir á innsæi): 1)
Omengaðfi-æðilegt sjónarmið: Hvernig skilur Lacan „Ödipusarduldina,“ en
hana má kalla grundvallarhugtak sálgreiningar (eða hvernig breytir hann
hefðbundnuin skilningi á hugtakinu?); 2) Hagnýtt og klínískt sjónannið:
Hvert telur Lacan vera hagnýtt gildi Ödipusarduldarinnar f}nir hina kltn-
ískn athöfin, hvernig nýtist hún í samskiptum við sjúkling?; 3) Bókmennta-
legt sjónarmið: Hvernig telur Lacan að texti Sófóklesar skapiþekkingu sem
nýtist í sálgreiningu?6
A meðan Freud les texta Sófóklesar með það í huga að styrkja í sessi -
eða staðfesta - kenningu sína, endurles Lacan, eftir að hafa lesið Freud,
gríska textann og skoðar hvaða þýðingu textinn hefur, ekki fyrir kenning-
una almennt, heldur fyrir ástundun sálgreiningar. Freud hafði þegar bor-
ið harmleikinn um Odipus saman við það ferli sem birtist í sálgreiningu
í framkvæmd („Atburðarás leiki'itsins felst í engu öðru en afhjúpunarferl-
inu ...ferli sem má líkja við vinnu sálgreinandans“). A meðan þessi saman-
burður á bókmenntaverkinu og vinnu greinandans leiðir til þess að
Freud telur kenningu sína hafa verið staðfesta, kenninguna um ósk, upp-
fyllta ósk og ödipískar hvatir frumskeiðs (sem lúta að siíjaspelli og föður-
morði), sér Lacan fræðilegt mikilvægi Ödipusar á annan veg. Það teng-
ist hinni klínísku ástundun og er ekki byggt á ósk, heldur á hlutverki ta/s
- tungumálsins - í verkinu.
Freud uppgötvaði með Odipusi að þrá er í eðli sínu dulvituð. Samkvæmt
Lacan felur það í sér að satnhandið milli tungwmáls og þrár lúti formgerð:
Þrá tjáir sjálfa sig óbeint, í táknlegu tungumáli nafhskipta og af þeim sök-
um ber sjálfsveran ekki lengur kennsl á hana.
Það er alltaf á mótum talsins, þegar það er við það að birtast
eða koma fram ... sem þráin er opinberuð. Þráin kemur frarn á
6 Vegna skorts á plássi sleppti ég hér nákvæmri greiningu á fyrsta og öðrum þætti. I
þessari grein mun ég því einblína á þriðja þáttinn og reyni að fella fyrstu tvo inn í
þann þriðja.
140