Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 191
MEISTARAFLÉTTA FREUDS - LÍKAN FYRIR FRÁSAGNIR
nítjándu aldar skáldsögurnar segja sömu sögu. Georg Lukács hefur kall-
að skáldsöguna „bókmenntaform hinnar óviðjafnanlegu heimilislausu
hugmyndar“ og hefur haldið því fram að í mótsögninni á milli hugmynd-
arinnar og hins lifandi samhengis verði tíminn, sá tími sem tekur skáld-
söguna að gerast, að grundvelli hennar í ríkari mæli en í nokkurri annarri
bókmenntagrein:
Það er aðeins í skáldsögunni, en megin viðfangsefni hennar er
árangurslaus leit að kjarna, sem tíma er stillt upp við hlið
formsins: Tíminn spyrnir gegn hinu lífræna - sem svipar að-
eins tdl lífsins - gegn núverandi merkingu, gegn vilja lífsins til
að halda sig innan sinnar algjörlega lokuðu tilveru. I söguljóð-
um er tilvera merkingarinnar svo sterk að hún afnemur tím-
ann: Lífið nálgast eilífðina sem líf, hið lífræna varðveitir ekkert
af tímanum fyrir utan stig blómstrunar: Visnun og dauði eru
gleymd og skilin algerlega efdr. I skáldsögunni er merkingin
aðgreind frá lífinu og af þeim sökum grundvallaratriðin frá
forgengileikanum; við gætum næstum því sagt að öll innri at-
burðarás skáldsögunnar sé ekkert annað en barátta við vald
tímans.19
Skilninginn á tímanum, umbreytdnguna úr baráttu gegn tímanum yfir í
áhuga á honum, kallar Lukács úrvinnslu minnisins. Til að vera nákvæm-
ari gætum við tekið undir með Freud og sagt „að muna, endurtaka og
vinna úr“. Endurtekning, endurminning, endurflutningur eru þær leiðir
sem við notum tdl að endurspila tíma, svo hann glatdst ekki. Við erum á
þann hátt alltaf að vinna okkur aftur á bak í tíma heim til hins óviðjafn-
anlega stöðugleika, vitandi að við getum það vitaskuld ekki. Við getum
aðeins snúið út úr tímanum, eða sem er jafnvel betra, afbakað hann, sem
er það sem frásögnin gerir.20
Svo leitast sé við að ljúka umræðunni um meistarfléttu Freud getum
við snúið aftur tdl fullyrðingarinnar sem er sett fram af Barthes og Todor-
ov, um að frásögn sé í eðli sínu tenging margra sagnorða. Þessi sagnorð
tjá þrýstdng og hvöt þrárinnar. Þráin er óskin eftir endinum, eftir uppfyll-
19 Georg Lukács: The Themy of the Novel. Þýð. Anna Bostock. Cambridge: MIT Press,
1971, s. 122.
20 Gérard Genette skoðar „tímabrenglun" Prousts í „Discours du récit“, Figures III.
París: Editions du Seuil, 1972, s. 182.
189