Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 15
FREUD í HVUNNDEGINUM; BÆLING, MAÐUR OG SAMFÉLAG
Austerlitz, kom út. Hún er önnur þeirra bóka, sem verður hér til um-
ræðu. Fríða Björk Ingvarsdóttir blaðamaður átti viðtal við Sebald, sem
birtist í Lesbók Morgunblaðsins7 skömmu efdr andlát hans og er fróðleiks-
fúsum lesendum vísað þangað.
Maðurinn
Austerlitz8 segir frá rúmlega sextugum manni, sem hafði á barnsaldri ver-
ið fluttur frá foreldrum sínum í Prag til Englands og var það liður í að-
gerð til að bjarga börnum undan nazistaokinu, sem þá vofði yfir. Var
honum komið í fóstur hjá welskum presti og konu hans. Hann lauk há-
skólanámi í sögu húsagerðarlistar og vann sem fræðimaður og kennari á
því sviði. Uppvaxtarárin í Prag og allar minningar um foreldra hans voru
þurrkuð úr minninu. Sögumaður og Austerlitz hittast fyrir tilviljun og
segir bókin frá nokkurra áratuga tengslum þeirra, þar sem samhengi í
óvenjulegu lífshlaupi Austerlitz fer að skýrast, reyndar í gegnum mikil
innri átök. Sögumaður heldur sig að mestu til hlés, eins og sálgreinir.
Leggja má ýmsar merkingar í bókina, út frá sögu Evrópu, út frá pólitísk-
um hræringum millistríðsáranna og siðfræði,9 en ég ætla að fara hér í
hina sálfræðilegu úrvinnslu, sem teygir sig út alla bókina, og þá að sjálf-
sögðu með kenningar Freuds í huga.
Fyrsti fundur Austerlitz og sögumanns á sér stað um miðjan 7. áratug-
inn í Antwerpen og hefjast samræður þeirra þar. Þeir hittast aftur og aft-
ur á þessum slóðum án þess að hafa ráðgert það sérstaklega. Austerlitz er
þama tæplega fertugur einfari, ljóshærður með grænan bakpoka, kemur
alltaf eins fyrir. Samræður þeirra, sem aðallega eru einræður Austerlitz,
snúast um byggingar, fyrst um járnbrautarstöðina í Antwerpen, þar sem
fundum þeirra bar fyrst saman, í biðsal hinna týndu skrefa (f. Salle de pas
perdues). Stöðin er voldugt mannvirki, hönnunin var hrærigrautur stíl-
brigða síðustu 2500 ára, og sem endurspeglar, í frásögn Austerlitz, vald,
hroka og ofríki; afsprengi nýlendustefhu 19. aldar. Að hans mati endur-
speglaði byggingarhst hins kapítalíska samfélags markvissa áætlun um að
vekja upp ótta og lotningu með því að hanna byggingar í mildlúðlegum
Fríða Björk Ingvarsdóttdr. „Uppruninn og eyðileggingin“. Lesbók Morgunblaðsins 6.
apríl 2002.
8 W. G. Sebald. Austerlitz. The Modem Library, New York, 2001.
9 R. Eder.“Excavating a Life“. Nea York Times Book Review, 28. október 2001.