Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 156
SHOSHANA FELMAN
ómeðvitað, Ödipusi í Kólonos. Á meðan Freud samsamar sig auðveld-
lega Ödipusi konungi, landvinningamanninum, þeim sem ræður gátuna
(sem er af tilviljun föðmrmorðingi og elskhugi móður sinnar: Konungur
móður sinnar), jafnvel þó að hann viti að þessi stórfenglega lausn á gát-
unni muni valda „plágu“,12 samsamar Lacan sig jafh auðveldlega útlag-
anum Ödipusi (sem hefur lifað af pláguna) sem er í samræmi við það að
Lacan hefur verið rekinn, er útskúfaður, úr Alþjóðlegum samtökmn sál-
greinenda, en hann þjálfaði sálgreinendur.
Eg er hér á mínum eigin forsendum og legg fyrir sömu spurn-
inguna og ávallt - hvaðþýðir sálg-eining'? ...
Eg skoða þetta vandamál aftur frá stað sem er reyndar breytt-
ur, hann er ekki lengur algjörlega fyrir innan og ekki er vitað
hvort hami sé fyrir utan.
Þessi áminning er ekki amkssaga: ... ég færi ykkur þessa stað-
reynd - að kennsla mín sem slík hefur orðið fyrir ótrúlegri og
formlegri ritskoðun af því fyrirbæri sem kallast stjóniunamefiid,
en hún er hluti alþjóðlegrar stofnunar sem heitir AIþjóðleg sam-
tök sálgreinenda. Það sem er að veði er ekkert annað en að
leggja bann við kennslu minni og þess er krafist að hún sé
dæmd ómerk að svo miklu leytd sem hún beinist að því að gera
sálgreiningu hæfa. Alþjóðleg samtök sálgreinenda hafa sett þenn-
an útlegðardóm sem skilyrði fyrir ffekara sambandi við það
samfélag sálgreinenda sem ég tilheyri.
Það sem er í húfi hérna er því ... meiriháttar útskúfun ... eða
eitthvað á þá leið.
Að mínu mati koma þær grundvallarspurningar sem ég tel
snúa að ástundun sálgreiningar frarn í þessari staðreynd, ekki
aðeins vegna þess enduróms sem þær vekja, heldur vegna
formgerðarinnar sem hún gefur til kynna. (S-XI, 9)
Kólonos líkamnar þth ekki aðeins útlegð Lacans, sögu hans af því hvern-
ig hann var sviptur þeim rétti að tilheyra Alþjóðlegum samtökum sál-
greinenda, heldur einnig leikrænan, harmrænan skilning Lacans á því að
sálgreiningin fjalli í grundvallaratriðum um eignOsviptingu. Kólonos lík-
12 Um borð í skipinu sem flutti Freud til Bandaríkjanna þar sem hann hélt Clark fyr-
irlestrana á hann að hafa sagt við Jung (sem greindi Lacan frá þ\d): „Þeir vita ekki
að við flytjum með okkur pláguna ...“.
154