Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 71
SALGRBÍNINfí OG SALFRÆÐIA 20. OLD
Auk þroskasálfræðinnar hefrir sálgreining líka verið könnuð í með-
ferðarsálfræði. Þar er frægust spurning sem Hans Eysenck bar upp á
sjötta áratugnum: Gerir sálfræðileg meðferð gagn? Er gagn að viðtals-
meðferð? Hvar eru rökin? Hvar er staðfestdngin?12 Sálgreining hefur þar
þurft, eins og önnur meðferð, að sæta þeim ströngu viðmiðum um ár-
angur sem sálfræðingar settu sér. Sú umræða hefur átt sér nokkur þroska-
skeið. Fyrst, í árdaga klínískrar sálfræði, lá fyrir sú nöturlega staða að
engar sæmilegar rannsóknir staðfestu að sálfræðileg meðferð gerði gagn,
hvort sem hún studdist við sálgreiningu eða ekki. Á áttunda áratug lágu
síðan fyrir samantektir á fjölmörgum rannsóknum sem bentu til þess að
flestir sem nytu sálfræðilegrar meðferðar fengju einhverja bót meina
sinna, en sá skringilegi viðauld fylgdi niðurstöðunum að það gilti nánast
einu hver meðferðin væri. Allt gerði gagn. Það var með öðrum orðum
óljóst hvað í meðferðinni gerði gagnið.
Sú niðurstaða varð vitanlega nokkurt áhyggjuefni þeim sem vilja
byggja sálfræðimeðferð á fræðilegum framgangi - og ekki síst fyrir þá
sálgreinendur sem töldu sannleiksviðmið sálgreiningar felast í lækning-
armætd hennar og gagnsemi. Enn liggja ekki fyrir neinar niðurstöður
sem sýna að sálgreining gagnist betur en önnur meðferð. Nú beinast
rannsóknir á meðferð einkum að því að skýra þann framgang sem gerir
gagn og greina kjarna frá hismi - og afrnarka betur hvaða meðferð gagn-
ast hverjum. Víst er að á næstu áratugum gera stjórnvöld og sjúkratrygg-
ingar af öllum toga æ ríkari kröfur um að að sýnt sé fram á með gildum
gögnum að tiltekin sálfræðimeðferð geri gagn. Að öðrum kosti verði hún
hvorki viðurkennd né fjármögnuð.
Um hagnýtt mikilvægi slíkra rannsókna er hægt að taka mörg dæmi,
en ég læt eitt nægja hér. Þó að einhverjum þyki ég þar ráðast að garð-
inum þar sem harm er hvað lægstur, er dæmið til þess að undirstrika
mikilvægi kerfisbundinna rannsókna, ekki til að sýna dæmigerða rann-
sóknatilgátu. Bruno Bettelheim flúði nasismann í Evrópu og komst til
Bandaríkjanna, eins og margir aðrir fræðimenn. Þar varð hann þekktur
af ritum sínum í anda sálgreiningar og vel kunnar eru ritgerðir hans um
túlkun ævintýra og um nasisma, þar sem ritað er af innsæi og myndug-
leik, enda mundi hann tímana tvenna. Sköpunargáfa hans beindist
reyndar stundum að eigin afrekaskrá og hann varð um tíma forstöðu-
12 Eysenck, H. J. (1952). The effects of psychotherapy: An evaluation. Joumal of
conmltingpsychology, 16, bls. 319- 324.
69