Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 76
SIGURJÓN BJÖRNSSON
Fjölsk\'lduaðstæður voru nokkuð sérstæðar. Jakob Freud var þríkvænt-
ur. Með fjTstu konu sinni, sem hann kvæntist komungur, átti hann mo
syni. Þá konu missti hann eftir stutta sambúð. Um annað hjónaband hans
er fátt vitað annað en að það var bamlaust og stóð stutt. I þriðja sinn
kvæntist hann, þá orðinn fertugur, tvítugri stúlku, á aldm- við synina mo.
Með henni áttd hann átta böm. Sigmundur var elstur. Tvo bræður átti
hann og fímm systur. Annar bróðirinn dó smábam og himi bróðúinn var
yngstur, tíu árum yngri en Sigmundur. Þess má geta að ein systirin fluttist
með manni sínum til Bandaríkjanna en fjórar urðu efrir í Vínarborg þegar
Freud flýði land vorið 1938. Allar vom þær teknar af nasistum og fluttar í
fangabúðir, þar sem ein þeirra dó úr hungri en hinar voru myrtar.
Nú, en víkjum aftur að bernskunni. idssulega var fjölskyldusamsetn-
ingin einkennileg. Tveir fuflorðnir bræður, sem Hklegri hefðu verið til að
vera í föðurhlutverki en bróðurhluttærki og faðir, sem eðlilegast hefði
verið að væri afi. Enn undarlegra var þetta þar sem elsti bróðirinn var
kvæntur og sonur hans var jafnaldri og leikfélagi Sigmundar. Hann kall-
aði þ\ í að sjálfsögðu föður Sigmundar afa. Auk þessarar skrímu samsetn-
ingar var fjölskyldan sárafátæk og áhrifalaus, en heiðvirð gjiðingaíjöl-
skylda. Ráðgátur mannlegs lífs blöstu þU snemma við htla Freud,
bráðþroska, vökulum og hugmyndaríkum dreng. En það var enginn Guð
í þeim hugleiðingum og enn síður Jesús, sem hvort sem var átti ekki
heima í gyðinglegum sálarbúskap.
Það fór samt ekki hjá því að litli Freud fengi snemma einhverja nasa-
sjón af tnimálum. A þriðja árinu hafði hann fóstra eina. Hún var kaþólsk
og tók þann lida oft með sér í kirkju. Og ef hann var óþekkur hótaði hún
honum með Ilelvíri og vora lýsingarnar ekki par fallegar. Þessi fóstra var
auk þess ljót og leið. Varla hefur hún ýtt undir trúarkennd. Öðra máli
gegndi um Biblíuna, þ.e. Gamla Testamentið. Það var tril á heimilinu,
forláta ættargripur, skreytt fjölda áhrifamikilla mjmda. I þessari bók lá
Sigmundur litli allt frá sjö ára aldri og víst er um það, að hann varð eink-
ar biblíufróður maður og hafði tilvitnanir á reiðum höndum. Og Móses
varð ein af hetjum hans. Ekkert bendir þó til þess að Freud hafi lesið
Gamla Testamentið sem trúarbók, óskeikula og heilaga. Fyrir honum
munu það hafa verið skemmtilegar þjóðsögur, áhugaverðari fyrir það, að
það vora sögur um forfeður hans, líf þeirra og örlög.
Frá fyrstu tíð var Freud sér meðvitaður um að hann var gyðingur.
Aldrei datt honum í hug að afneita uppruna sínum, freinur að hann væri
74