Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 185
MEISTARAFLÉTTA FREUDS - LÍKAN FYRIR FRÁSAGNIR
einkenni hins frásegjanlega, „Kfsins“ sem er viðfangsefni frásagnarinnar,
fdflu sem verður sjuzet. Flétta er nokkurskonar sveigaflúr (arabeska) eða
pár í átt til enda. Hún er eins og sveigaflúrið í Tristram Shandy, endur-
gert af Balzac, sem gefur tdl kynna handahófskennda og tilefnislausa frá-
sagnaraðferð, storkun við hina beinu leið þar sem væri styst á milli upp-
hafs og endis - þar sem ein félli í aðra, frá lífi til tafarlauss dauða.
Hjáleiðin í lífinu skapar í raun augnabliks hjáleið í ritgerð Freuds, í kafla
5, þar sem hann hugleiðir kynhvatirnar, en þær eru að vissu leyti hinar
sönnu lífshvatir en þó um leið íhaldssamar þar sem þær endurvekja fyrra
ástand lifandi kjamans; engu að síður standa þær á krafhmikinn hátt gegn
dauðahvötunum og gefa því hinni lífrænu heild „hikandi takt“: „Einn
hvataflokkur þýtur áfram til að ná lokamarkinu eins fljótt og hægt er. En
þegar einum áfanga er náð, kemur hinn flokkurinn og rekur til baka að
tilteknum stað, svo að byrja verður á ný og ferðin lengist því“ (s. 123).
Lýsing Freuds á hinum „hikandi takti“ getur í einstökum atriðum minnt
okkur á hvernig vel fléttuð nítjándu aldar skáldsaga getur skilið við einn
hóp sögupersóna á tímamótum til þess að fylgjast með öðmm þar sem
hún skyldi við þá, færa þann hóp framar, síðan stökkva til þess fyrsta og
skapa þannig ójafna framrásarhreyfingu, með því að færa þá fremri enn
framar. Eins og með samspil endurtekningarinnar og vellíðunarlögmáls-
ins, fram og tilbaka, spila ffamrás og afturhvarf saman, þegar skapa á hina
hikandi og augljóslega reglulausu miðju.
Texti Freuds mun fljótlega gera okkur kleift að skilja hið formlega
skipulag þessa fráviks í átt að endalokunum, en einnig færa okkur frekari
vísbendingar um byrjunina. Þegar Freud hefur skilgreint bæði dauðahvat-
imar og lífs/kynhvatirnar sem íhaldssamar, þar sem þær hneigjast að end-
urvakningu fyrra ástands, finnst honum það vera skylda sín að afbyggja þá
blekkingu að mannlegt eðh hneigist til fullkomnunar í hvöt sem beinist
áfram og upp á við. Hann vitnar í Faust, í klassískan texta um baráttu
manns sem „þrýstir stöðugt áfram þvingunarlaust“ (s. 125, ngr.). Eins og
við höfum nú þegar bent á, er blekkingin um baráttu í átt að fullkomnun
síðar útskýrð með bælingu eðlishvatanna og spennunni sem það veldur,
og muninum á milli þeirrar fullnægingargleði sem krafist er og þeirri sem
er í raun fáanleg manninum sem skapar drifkraftinn en hann „leyfir ekki
að stansað sé við það sem næst“ (s. 125). Þetta ferli er undirstöðuatriði í
kenningu Lacans um löngun, en hún fæðist í bilinu á milli þarfar og eft-
irspumar. Lacan hjálpar okkur að skilja hvernig markmið og ímyndanir
183