Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 183
MEISTARAFLÉTTA FREUDS - LÍKAN FYRIR FRÁSAGNIR
löngnn til að breytast; ef skilyrðin héldust hin sömu myndi hún stöðugt
endurtaka sama gang lífsins. Smábreytingar eru afleiðingar ytri örvunar
og þessar smábreytingar eru endurteknar síðar, þannig að, þótt eðlishvat-
imar virðist hneigjast til breyringa era þær einungis „að reyna að ná
gömlum markmiðum eftir gömlum leiðum jafnt og nýjum“ (s. 120). Af
þessum sökum getur Freud af ákveðnu yfirlæti sett fram staðhæftnguna
að: „markniið alls lífs sé dauði“ (s. 121) Hér er dregin upp mynd af þróun
lífverunnar þar sem spennan vegna ytri örvunar neyðir lífefnið til að
„hvarfla meir og meir burt frá sinni upphaflegu lífsrás og taka á sig sí-
flóknari króka, áður en markmiði dauðans var náð“ (s. 121). Sjálfsvarð-
veisluhvatirnar eiga samkvæmt þessu að fullvissa lífveruna um að halda
áfram á sinni eigin braut til dauða og þær varna því að hún snúi aftur til
hins ólífræna á hátt sem henni er ekki meðfæddur. Með öðrum orðum,
„lífveran vill aðeins deyja á sinn eigin hátt“ (s. 121-22). Hún verður að
berjast gegn sérhverjum þeim atburði (hættum) sem gæti leitt til þess að
hún nálgaðist markmið sitt of fljótt - í nokkurs konar skammhlaupi.
Það er hér sem við nálgumst kjarnann í meistarafléttu Freuds fyrir hið
lífræna og hérna gefur hún af sér ákveðinn kraft sem nota má til grein-
ingar á skáldsagnafléttum. Dauðahvötin er löngunin í endalokin og í
textanum vinnur hún með hjálp endurtekningarinnar. Handan við og
undir stjórn vellíðunarlögmálsins er grannlína fléttunnar, „grundvallar-
sláttur“ hennar, skynjanlegur eða heyranlegur í endurtekningunni sem
færir okkur aftur á við í textanum. Samt sem áður seinka endurtekning-
amar einnig leit vellíðunarlögmálsins eftír fullnægingu við losun, sem er
þáttur í ffamrásarhvöt textans. Við þetta skapast forvitnilegar aðstæður
þar sem tvær framrásarhvatir textans, vinna hvor gegn annarri og skapa
þannig seinkun, svifaseint rými þar sem vellíðan getur myndast við frest-
un og er sér meðvituð um - í anda forvellíðunnar? - að þetta sé hin nauð-
synlega leið til sannra endaloka. Báðar hvatirnar geta vissulega orðið
svifaseinar, þær veita vellíðan í töf og vegna tafar, þó svo að báðar minni
okkur einnig á þörfina fyrir endalok. Náttúra þessarar augljósu þversagn-
ar birtist einnig í því að endurtekningin getur fært okkur fram og aftur
þar sem þessum hugtökum hefur verið snúið við: Endirinn er tíminn fyr-
ir upphafið.
Á milli þessara tveggja rólegu augnablika, stendur sjálf fléttan sem
nokkurskonar ágreiningur eða mótþrói, seinkun á þeirri losun sem leið-
ir til hins líflausa. Fléttan hefst (eða í það minnsta lítur út fyrir að hefj-
181