Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 163
HANDAN ODEPUSAR: DÆMISAGA SALGREININGARINNAR
orðum felst í þeim sarmleiksvottur sem sálgreiningin byggir
starf sitt á. (E 869)
[Góður sálgreinandi sér sjálfan sig] mitt í áþreifanlegri sögu
þar sem samræður eiga sér stað, í orðalagi þar sem ekki er hægt
að finna nokkurs konar sannleika í formi almennrar og sannrar
þekkingar. Að gefa rétta svarið um atburð svo framarlega sem
hann er þýðingarmikill, er ... að túlka vel. Og að túlka vel á
réttum augnablikum er að vera góður sálgreinir. (S-II, 31)
Hver aðgerð á starfssviði gremingar kemur á undan skipulagi
þekkingarinnar, en það útlilokar ekki þá staðreynd að með því
að starfa á þessu sviði búum við til þekkingu ...
Þannig má sjá að eftir því sem við vitum meira, tökum við
meiri áhættu. Allt sem þér er kennt hefur að mestu leyti verið
matreitt ofan í þig af hinum svokölluðu sálgreiningarstofnun-
um (sadismi, þermistigið, o.s.frv.) og það sem þar er kennt er
auðvitað mjög gagnlegt, sérstaklega fyrir þá sem ekki eru sál-
greinendur. Það væri heimskulegt fyrir sálgreinanda að horfa
kerfisbundið framhjá þessum lærdómi en hann ætti að vita að
hann starfar ekki á þessu sviði. (S—II, 30)
Hin sérstæða, vísindalega staða sem ástundun sálgreiningarinnar kallar á
er sú að sálgreiningin (sem tilkoma og ferli einstaklings) verður alltaf að
lifa og endurlifa augnabhkið þegar þekking verður til: Þ.e. augnablikið
þegar vísindin verða til. Sálgreiningin hefur ekkert gagn afÖdipusargoðsög-
imni fremur en Odipus við upphaf þeirrar ferðar sem goðsagan lýsir, því
véfréttin færir hana yfir á svið almennrar orðræðu. Líkt og fýrirframmót-
uð þekking á goðsögunni gagnast ekki Odipusi, hjálpar hún sálgreining-
unni ekkert, einmitt af því að sagan sem kemur á undan, er vel þekkt. /
ástundun sálgreiningar er ekki til nein dæmisaga. Sjálf hugmyndin um
dæmisöguna sem notuð er til þess að lesa eða túlka aðra sögu er alltaf
dæmi um mislestur eða mistök.
Þessi mistök má finna í öllum gerðum þekkingar, að því leyti
sem þekking er aðeins kristöllun táknrænna athafina sem
gleymast eftir framkvæmd þeirra. I hverri þekkingu sem hefur
verið mynduð má þannig finna skekkju sem felst í því að
iói