Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 91
SIGMUND FREUD OG TRÚARLÍFIÐ
fomu tvíátt í tengslunum við föðurinn. Aðalinntak hennar var raunar
sáttin við Guð Föður, afplánun fyrir glæpinn sem gegn honum var fram-
inn. En hin hlið tilfinningatengslanna kom fram í því að sonurinn sem
tekið hafði á sig afplánunina varð sjálfur guð við hlið föðurins og í raun
í stað föðurins. Kristin trú, sem vaxin var af föðurtrú, varð sonartrú. Hún
hélt sig við sama heygarðshornið, að losa sig við föðurirm.
Aðeins hluti g}''ðinga tók hina nýju kenningu. Þeir sem höínuðu henni
era enn nefndir gyðingar. Vegna þessa klofiiings hafa þeir enn greinst
meira frá öðrum þjóðum en fyrr. Þeir máttu heyra hina nýju söfnuði saka
þá um að hafa myrt Guð. Asökunin myndi vera á þessa leið: ,,Þeir vilja
ekki játa að það sé satt, að þeir hafi myrt Guð, en við aftur á móti játum
það og höfum verið hreinsaðir af sektinni.“
Freud segir svo að erfitt sé að segja hvers vegna gyðingum hafi verið
um megn að stíga skrefið til fulls og viðurkenna drápið á Guði. Þeir hafa,
segir hann, í vissum skilningi gengist sjálfir undir hina þungu byrði sekt-
arinnar og hafa orðið að gjalda fyrir hana dýru verði.
III Mat á kennmgiim, lækningar
Varla þarf að því að spyrja að trúarskrif Freuds sættu mikilli gagnrýni.
Það varð mikið ritflóð. Sumt af því var reyndar svo ofstækisfullt og yfir-
gengilegt að engu tah tók. En margt í gagnrýninni var að sjálfsögðu
einnig fyllilega réttmætt. Þar var fyrst tdl að taka að ýmsar af þeim fræði-
kenningum sem Freud studdist við hafa síðar reynst rangar eða hæpnar.
T. a. m. fallast menn ekki lengur á þá skoðun Darwins að frummaðurinn
hafi upphaflega hfað í lidum hópum sem stjórnað var af einum karli. Þá
draga menn mjög í efa réttmæti tilgátu J. J. Atkinsons um drápið á fram-
föðumum. Og seinni tífna mannfræðingar segja að tótemmáltíðin sem
Robertson Smith taldi almenna hafi fremur heyrt til undantekninga. En
gagnrýni af þessu tagi er vissulega ekki sjaldséð í fræðum. Menn setja
fram tilgátur. Þær eru teknar góðar og gildar um sinn, en síðan er þeim
kollvarpað með nýjtun rannsóknum eða öðrum tilgátum. Líklega er al-
varlegasta gagnrýnin sú sem beinist að trú Freuds á erfðir áunninnar
reynslu. Þeirri erfðakenningu hafa menn löngu hafnað. Og enn fjarstæð-
ara verður að ímynda sér að minning um föðurmorð hafi getað geymst í
dulvitund kynslóðanna um hundruð þúsundir ára og skotið svo upp koll-
inum síðar, t. a. m. við dráp Móse. Sér í lagi hafi nú aldrei neitt föður-
89