Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 23
FREUD 111VUNNDF.GINUM; BÆLING, MAÐUR OG SAMFELAG
Hin íslenska þjóð
Varpa má fram þeirri spurningu hvort íslenska þjóðin hafi einhver sér-
kenni sem aðgreini hana frá nágrannaþjóðum; hvort þjóðin hafi þolað
einhverja þá reynslu, sem greini hana frá öðrum. Og í því samhengi má
velta því fyrir sér hvort einhver merki séu þess í sjálfsmynd og andlegu
Hfi þjóðarinnar að hún bæli með sér sögulega skammartilfinningu? Eitt-
hvað, sem þurfi að fela eða umbreyta. Hér á efdr verður ekki stuðst við
viðurkenndar sögulegar heimildir, heldur mun ég fjalla um nokkra þætti
úr samtímanum og tengja þá því sem kallast mætti almannatrú eða jafii-
vel algengar ranghugmyndir um ákveðna þætti úr sögu Islands.
Sem leikmanni hefur mér sýnst að tímabilið ffá lokum sögualdar og
vel fram á þá átjándu hafi verið meðhöndlað eins og hálfgert vandræða-
bam, hinar myrku miðaldir. í minni mínu snerist sögukennsla í bama-
skóla upp úr miðri síðustu öld um landnámsmenn, víkinga, ættarstríð og
s\ro þá sem skráðu sögur á kálfskinn. Síðan ekki söguna meir fyrr en kom
að Fjölnismönnum, reyndar með þeirri undantekningu að minnst var á
Tyrkjaránið, Hallgrím Pétursson og svo Skúla fógeta og Innréttingamar.
Eg tel ekki fjarri sanni að segja, að þjóðin sé slegin blindu þegar kemur
að þessu tímabili í sögum hennar, og að menn hlaupi yfir það þegar arf-
leifð okkar er hampað við hátíðleg tækifæri, eða þegar á að aðstoða
ókunnuga við að átta sig á þessari þjóð.
Kann að vera að myrku miðaldimar veki upp óbærilega vanmáttar-
kennd eða skömm sem þurfi að fela í óaðgengilegum afkimum þjóðarsál-
arinnar? Þetta er jú tími hins meinta dugleysis þjóðarinnar, þegar hún var
fómarlamb drepsótta, rottugangs og náttúruhamfara. Tími hungurs og
handritaáts. Tími ófrelsis í verslun, stjórnunariegrar kúgunar; tími
undirlægjuháttar gagnvart erlendu konungsvaldi. Þegar enginn reis yfir
fjöldann utan eitt eða tvö sálmaskáld. Þegar þjóðin átti engar hetjur,
engin afrek.
Margt af því sem hér er upp tahð stenst varla ff æðilega skoðun, enda
er það einungis ætlun mín með þessu að lýsa minni persónulegu upphf-
un. En endurspegli hún skoðanir margra annarra, og eigi hún sér rætur
í sögukennslu fyrstu skólastiga, þá kann þetta að styðja þá skoðun mína,
að vel sé mögulegt að þjóðin vilji líta undan þegar kemur að þessu tíma-
bili í þjóðarsögunni. Tilfinningin um niðurlægingu og samanburðurinn
\ið glæstan þjóðveldistímann, sem lifði í hetjusögunum góðu, hafi vakið
21