Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 119
VORLEYSINGAR?
það hafi skaðað faglega umfjöllun um íslenska erfðagreiningu,
bæði hérlendis og erlendis, að sú skoðun er útbreidd að fyrir-
tækið njóti sérstaks dálætds hjá forsætisráðherranum. Það vek-
ur upp umræðu og tortryggni um að gagnagrunnur fyrirtækis-
ins og ríkisábyrgðin byggist á málefnalegum og faglegum
forsendum en ekki flokkspólitískum. Sama má segja um Baug,
Norðurljós og Kaupþing. Byggist gagnrýni og eftir atvikum
rannsókn á þessum fyrirtækjum á málefhalegum og faglegum
forsendum eða flokkspólitískum? Ertu í liði forsætisráðherrans
eða ekki - þama er efinn og hann verður ekki upprættur nema
hinum pólitísku afskiptum linni og hinar almennu gegnsæju
leikreglur lýðræðisins taki við. Þetta er verkefni Samfylkingar-
innar. Samfylkingin á að vera óháð öllum helstu eignahópun-
um í samfélaginu, hún á að gæta almannahagsmuna, ekki sér-
hagsmuna. I fjármálum, fyrirtækjarekstri, fjölmiðlum og
sveitarstjómarmálum á Islandi er errnþá spurt: I hvaða liði
ertu? Ertu í náðinni hjá stjómarráðinu eða ekki? Þessu verður
að linna, við verðum að losna við hina sjálfmiðuðu, stjómlyndu
valdsmenn. Við verðum að endurvekja traust almennings á
stofhanir samfélagsins með nýjum leikreglum, nýju inntaki,
nýrri ímynd. Þetta er hlutverk Samfylkingarinnar.
Sjálfstæðismenn túlkuðu þetta sem dylgjur þess efhis að lögreglurann-
sóknin á Baugi og skattrannsóknin á Jóni Olafssyni væm pantaðar af
Davíð Oddssyni og því væri Ingibjörg í raun að halda því fram að Island
væri ekki réttarríki. Davíð Oddsson hafði gagnrýnt þau fyrirtæki sem
nefnd vom á nafh og full ástæða var fyrir Ingibjörgu Sólrúnu að taka upp
viðhorf Davíðs gagnvart Baugi og Jóni Olafsyni. Þó má segja að vissulega
hafi orkað mjög tvímælis að nefna ákveðin fyrirtæki á nafn; forsvarsmenn
Baugs sættu lögreglurannsókn, Jón Olafsson hafði verið sakaður um
skattsvik og stjórnarformaður Kaupþings var uppvís að því að hafa þegið
ríflegar bónusgreiðslur. Þó að boðskapur ræðunnar væri sá að ekki ætti
að skipta fyrirtækjum upp í lið, þá var það að bjóða hættunni heim að
gefa þeirri hugsun undir fótinn að umrædd fyrirtæki væra í „liði“ Sam-
fylkingarinnar.
Spurningin er sú hvort ekki hefði verið ástæða til að ræða þetta mikil-
væga mál með almennari hætti. Einkavæðing Búnaðarbankans benti