Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 143
HANDAN ÖDIPUSAR: DÆMISAGA SÁIX ÍREININGARINNAR
því augnabliki sem hún tekur á sig mynd tals - hún verður til
um leið og táknkerfið kemur fram. (S—II, 273)
Þegar haft er í huga að Ödipus konungur setur á svið frumþrána, er engin
furða að í raun gerist sagan annarsstaðar í tungumálinu. „Dulvitundin er
orðræða annars“, segir Lacan. Hægt er að Kta svo á að Ödipus kommgivr
sé ekkert minna en frábært leikverk, sem staðfesti vísvitandi formúluna í
fræðsluskyni. Orðræða Annars - véfréttarinnar - er bókstafleg holdgerv-
ing dulvitundar Odipusar.
Dulvitund Odipusar er ekkert annað en þessi undirstöðuorð-
ræða og fyrir tilverknað hennar hefur saga Ödipusar verið til
um langt skeið, um alla tíð - skrifuð - og það vitum við en ekki
Ödipus jafnvel þó hann hafi frá upphafi látið stjórnast af henni.
Þetta byrjaði fyrir löngu síðan - munið hvernig véfféttin hræð-
ir foreldra hans sem leiðir til þess að hann er borinn út og
hafnað. Allt gerist efdr forskrift véfréttarinnar og vegna þess að
Ödipus er í raun annar en það sem harrn telur vera sögu sína -
þegar hf hans hefst, veit hann ekki að hann er sonur Lajusar og
Jóköstu. Harmleikur örlaga hans er, frá upphafi til enda, knú-
inn áfram af þeirri huldu orðræðu, sem er raunveruleiki hans
án þess að hann viti það. (S-Œ, 245)7
7 Efdrfarandi skaimnstafardr eru notaðar til að vísa í verk Lacans:
S—I (á eftir fylgir blaðsíðutal), stendur fyrir: J. LACAN. Le Séminaire, livre I: Les
Ecrits techniques de Fretid. Paris: Seuil, 1975;
S-U (á efdr fylgir blaðsíðutal), stendur fyrir: J. LACAN. Le Séminaire, livre II: Le
Moi dans la théorie de Freud et dans la technique psychanalytique. Paris: Seuil, 1978;
S-XX (á efdr fylgir blaðsíðutal), stendur fyrir: J. LACAN. Le Séminaire, livre XX:
Encore. Paris: Seuil, 1975.
Allir þeir kaflar sem vitnað er til ffá ofangreindum málstofum birtast hér í
þýðingu minni.
S-Xl (á efdr fylgir blaðsíðutal), stendur fyrir: Le Séminaire, livre XI: Les Quatre
concepts fondamentaux de la psychanalyse. Paris: Seuil, 1973. Eftirfarandi stytting „N“
(á eftir fylgir blaðsíðutal), vísar í ensku útgáfuna: The Four Fimdamental Concepts of
Psychoanalysis. Þýð. Alan Sheridan. New York: Norton, 1978.
E (á eftir fylgir blaðsíðutal), stendur fyrir: Ecrits. Paris Seuil, 1966; eftirfarandi
stytting „N“ (á eftir fylgir blaðsíðutal) táknar blaðsíðutal í Norton útgáfunni: Ecrits:
A Selectiom. Þýð. Alan Sheridan. New York: Norton, 1977. Ef ég vísa ekki í ensku
Norton útgáfuna (,,N“) eftir að ég vísa í ffönsku útgáfuna á Ecrits (,,E“), hef ég sjálf
þýtt umræddan kafla og er hann þá ekki að finna í „völdum köflum“ Norton útgáf-
unnar.