Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 101
DÓRA í MEÐFERÐ FREUDS
Það fer fram augljós valdabarátta milli Dóru og Freuds í textanum og or-
sakir hennar eru svo margþættar að vel má segja að viðbrögð Freuds við
stúlkunni séu „yfirskil}Tt“.1;’
Dóra mætti í meðferðina sex sinnum í viku og sú reiði sem smám sam-
an hleðst upp í hennar garð hjá Freud er næstum áþreifanleg í textanum.
Hannah S. Decker rekur í sinni áhugaverðu bók Frend, Dora, and Vienna
1900 hvemig þessi reiði var regla en ekki undantekning í viðhorfum lækna
til móðursjúkra kvenna á 19. öld. Læknar stóðu ráðþrota gagnvart þessum
útbreidda sjúkdómi og oftast var beitt afar sársaukafullum meðferðarúr-
ræðum eins og raflosmm og vatnsmeðferð með ísvami og Decker segir að
stundum sé vandséð hvaða tilgangi meðferðin þjóni öðmm en að vera refs-
ing eða hefnd ráðþrota og reiðra manna.16 I kenningum sínum tók Sig-
mund Freud hugsardega reiði sálgreinandans í garð sjúklingsins aldrei fyr-
ir ffemur en marga aðra þætti gagnyfirfærslunnar. Ekki tók hann heldur til
umræðu hugsanlega afbiýðisemi sálgreinandans vegna æsku, fegurðar og
auðæfa sjúklings sem tekur allt það sem hann hefur sem sjálfsagt mál.
Jacques Lacan segir að ómeðvituð samsömun Freuds með herra K. sé
ástæða þess að honum sé svo mikið í mun að sanna að innst inni finnist
Dóra herra K. ómótstæðilegur. Einn af veikustu punktum greiningar-
innar sýni þessa ómeðvituðu samstöðu Freuds og samsömun með herra
K. og þar með hin erótísku viðbrögð hans við stúlkunni.17 Herra K. virð-
ist hafa haft smekk fyrir mjög ungum stúlkum. Frú K. er yngri en hann
og getur varla hafa verið meira en unglingur þegar þau giftast. Hann
re}mir við þjónustustúlku þeirra hjóna sem er „ung stúlka“, fær það sem
hann vill og lætur reka hana. Hann þekkir Dóm frá þtd að hún er níu ára
og reynir við hana þegar hún er þrettán ára. Hún er bæði ung og barna-
leg. Herra K. er búinn að sjá svo til að þau em ein í skrifstofuhúsnæði
hans og ræðst þar á hana, kyssir hana á munninn og þrýstir sér að henni.
Hún verður hrædd og fyllist viðbjóði, rífur sig lausa og hleypur burt.
Freud trúir ekki að þetta hafi verið svona viðbjóðslegt og finnst viðbrögð
Dóm alveg ffáleit. Hann segir hneykslaður: „Það vill svo til að ég þekki
herra K. ... og hann er ennþá ungur maður með heillandi framkomu.“18
15 „Yfirskilyrðing“ (þ. uberdeterminierung, e. overdeterminatiom) er þegar margir og
ólíkir bældir atburðir fela í sér hliðstæða merkingu sem tengir þá í einum punkti sem
verður þá yfirskilyrt einkenni. Sjá J. Laplanche and J-B.Pontalis: 1985, s. 292.
16 Hannah S. Decker, 1991, s. 103.
17 Jacques Lacan, 1985, s. 100-102.
18 Sigmund Freud, 1977, s. 60.
99