Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 154
SHOSHANA FELMAN
greiningarhreyfingarinnar, þ.e. hvemig hún sér sjálfa sig, sjálfsímynd
hennar). Höfiimnn er hluti af þeirri sögu sem fjallar um skort á
kennslum, misskilning og mislestur - á forsögmuii og orðræðunni.
Dulvitundin er sá hluti hinnar áþreifanlegu orðræðu ... sem
sjálfsveran hefur ekki aðgang að þegar hún endm'skapar sam-
hengi í meðvitaðri orðræðu. (E 258, N 490)
Dulvitundin er sá kafli í sögu rninni sem er auðkenndur með
eyðu ...: Hún er kaflinn sem hefur verið ritskoðaður. (E 259, N
50)
Það er aðeins frá Kólonosi sem hægt er að sjá hvaða þýðingu Odipus hef-
mr fyrir vanmátt sálgreiningarinnar til að bera kennsl á sina eigin orðræðu, á
sína eigin sögu. Með því að takmarka sig við Ödipus konung og samfarandi
uppgötvun Freuds á uppfylhngu óskarinnar (líkt og Draumráðningar færa
rök fyrir), er sálgreiningin langt ffá því að halda handan Odipusar líkt og
Freud gerði. Hún lifir enn aðeins í lokasenu Ödipusar konungs og endur-
tekur síðustu meðtdtuðu afiieitunaraðgerðina: Htin blindar sjálfa sig.
Lacan keppist aftur á móti tdð að fá sálgreininguna til að bera kennsl á
það sem hún ber ekki kennsl á og færa þannig himi bælda og ritskoðaða
texta Freuds, inn í sögu og kenningu sálgreiningarinnar.
Hvers vegna er verk Freuds Handan vellíðunarlögmálsins svona mikil-
vægt? Hvers vegna er ekki mögulegt að vera án þessa lokatímabils
Freuds, á svipaðan máta og það er ómögulegt að sleppa Ödipus í Kólonos}
Astæðan er augljós og henni má ekki gleyma: „Greining „Ödipusar11 end-
ar í Kólonos ... Þetta er lykilaugnablikið sem gefur allri sögmmi merk-
ingu“ (S—II, 250). Að hvaða leyti er hægt að segja að Handan vellíðunar-
lögmálsins gefi sögu sálgreiningar merkingu? Það er hægt að því leyti að
handan óskarinnar um vellíðun liggur endurtekningaráráttan, en hún
kernur á róttækan hátt í staðinn fyrir hugmyndina um sögu og merkingu;
kemur í senn í staðinn fyrir merkingu sögmmar og það hvernig merking
hennar verður til, í stað merkingarsköpunar og þess hvernig hún er gerð
söguleg. Þessi róttæka tilfærsla á skilningi merkingar og forgengileika
(eða sögu), sem er langt frá því að vera samsett úr sundurlausum þátmm,
á jaðrinum eða lítilvæg, er lykilatriði bæði fyrir sálgreiningarfræðin (hvað
hefur gerst í fortíð sjálfsverunnar) og fyrir ástundun sálgreiningarinnar
(hvað er að gerast í nútíð sjálfsverunnar; endurtekin yfirfærsla dregnr
l52