Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Blaðsíða 179
MEISTARAFLÉTTA FREUDS - LÍKAN FYRIR FRÁSAGNIR
inn einnig valinn; þetta val staðfestir valdið sem hann verður í ratm að
lúta. „Valið kemur í stað nauðsynjar, í stað örlaga. A þennan hátt vinnur
maðurinn bug á dauðanum sem hann hefur viðurkennt vitsmunalega."11
Ef stjórn næst með endurtekningu, hreyfingu frá óvirkni til virkni og ef
stjórnin er staðfesting á því valdi sem maðurinn verður í raun að lúta -
vali, gætum við sagt, um þvingaðan endi - höfum við nú þegar vísbend-
ingu um eðli fléttunnar, þar sem endurtekning, en hún flytur okkur aft-
ur yfir sama svæði, gæti haft ýmislegt að gera með hvernig endalokin eru
vahn.
En á þessum tímapunkti sér Freud aðrar lausnir. Endurtekninguna á
óþægilegri reynslu - hvarfi móðurinnar - mætti útskýra með hefndar-
hvötinni, sem gefur af sér ákveðna vellíðan. Ovissan sem Freud stendur
frammi fyrir hér snýr að því hvort endurtekning geti verið hugsuð sem
frumburður, óháð vellíðunarlögmálinu, eða hvort það sé alltaf eitthvað
annað sem gefur af sér vellíðanina. I viðleitni sinni til að leysa úr þessari
óvissu nýtir Freud sér reynslu sína sem sálgreinandi og uppgötvun sína
um þörf sjúklingsins til að endurtaka, fremur en einungis muna fortíð-
ina. Sjúklingurinn „er neyddur til að e?idurtaka hinar bældu hugsanir sem
samtíma reynslu í stað þess, eins og læknir myndi vilja, að minnast þeirra
sem einhvers sem tilheyrir fortíðinni“ (s. 18). Eins og Freud hélt fram í
tveimur ritgerðum sem voru undanfarar Handan vellíðimarlögmálsins,
„Hreyfikraftur gagnúðarinnar“ (1912) og „Endurminning, endurtekning
og úrvinnsla“ (1914), er endurtekningin með öðrum orðum - líkt og
þörfin að endurskapa og vinna úr - aðferð til að muna og er tekin í gagn-
ið þegar hinni hefðbundnu endurminningu er veitt viðnám. Af þessum
sökum stendur sálgreinandinn frammi fyrir „endurtekningaráráttunni“,
en hún er útrás bældrar dulvitundar og verður mjög greinileg í yfirfærsl-
unni, þar sem hún getur tekið á sig „hugvitssamlegar" myndir. (Hér
mætti skoða betur hvernig yfirfærslan sjálf er nokkurskonar myndhverf-
ing, staðgengill bernskureynslu sjúklingsins, en þannig svipar henni um
margt til stöðu texta). Endurtekningaráráttan gefur sjúklingum tilfinn-
ingu fyrir því að vera á valdi „eiKfrar endurtekningar11 og vissulega getur
virst sem svo að djöfulleg öfl séu að verki. Ur ritgerð Freuds „Hið
ókennilega“ (1919) þekkjum við þessa tilfinningu fyrir hinu djöfullega,
11 Freud: „The Theme of the Three Caskets“ [Das Motiv der Kiistchemoahl, 1913] úr
Standard Edition, bindi 12, 1969, s. 299.
177