Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Síða 39

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Síða 39
FREUD UM SIÐMENMNGU OG SAMFÉLAG Þannig má sjá að heimspekileg afstaða Freuds birtist í andstöðu við ffumspeki, efasemdum um fyrirbærafræði, sem hann telur einfeldnings- lega vegna þess að hún hafnar hinu dulvitaða, og trú á vísindalega aðferð. Þessi einkenni gætu gert Freud að rökfræðilegum raunhyggjumanni ef ekki væri fyrir það að hugmynd hans um vísindi virðist ekki vera í sam- ræmi við rökfræðilega raunhyggju.12 Einkum er erfitt að gera sömu kröfu um sannanleika til kenninga hans og rökfræðileg raunhyggja gerir til vís- indakenninga. Þetta á við hvort sem við föllumst á túlkun Griinbaums á vísindaskilningi hans eða göngum út frá sjónarhorni Ricoeurs. Freud tel- ur til dæmis að skýringagildi hugtaks dulvitundarinnar sé meginréttlæt- ing þess.13 Sú krafa er talsvert veikari en krafa rökfræðilegrar raunhyggju um réttlætingu og er í meira samræmi við hugmyndir pragmatista um hugtök vísindanna.14 Um miðja síðusm öld var talsvert skrifað um hvort og með hvaða hætti kenning Freuds uppfyllti kröfur vísindalegrar aðferðar. Meginefasemd- imar um kenninguna vora settar fram af heimspekingum eins og Karli Popper, sem benti á að enga niðurstöðu sálgreiningarinnar væri mögulegt að afsanna. Væri því haldið fram að einstaklingur hefði tiltekna duld eða beitti tilteknum vamarhætti gæti kenningin ekki með nokkru móti lýst skilyrðum sem dygðu til að sýna fram á að slíka tilgáta væri röng. Þannig væri í raun enginn munur á niðurstöðum sálgreiningarinnar annarsvegar, hugdettum eða tilviljanakenndum tilgátum hinsvegar. Þó að afstaða vís- indanna til sálgreiningar Freuds hafi ekki breyst og ekki beri á tilraunum tál að fella hana í ramma raunvísinda, þá má segja að deilan um hversu vís- indaleg kenningin væri hafi fyrst og fremst markað „menningarmun“ tveggja ólíkra hópa fræðimanna. Annarsvegar þeirra sem starfa að sál- greiningu og fást við kenningar hennar, hinsvegar raunvísindamanna, vís- indaheimspekinga og sálffæðinga. Þennan menningarmun má sjá á margskonar samræðu sálgreiningar og raunvísinda í gegnum tíðina.1'’ Um gagnrýni sálfræðinnar á sálgreiningu er fjallað annarsstaðar í 12 Sjá Daniel Berthold-Bond (1989). „Freud’s Critique of Philosophy“. Metaphilosophy (20) 3&4, bls. 276. 13 Sjá t.d. „Sjálfið og þaðið“, bls. 246-250. 14 Sjá til dæmis John Dewey (1938) Logic: The Theory oflnquiry. Later Works 12. bindi, University of Southem Illinois Press, 1986. 15 Sjá til dæmis Sidney Hook (1958a) „Science and íMythology in Psychoanalysis“ og Emest Nagel (1958) „Methodological Issues in Psychoanalytic Theory“ í Sidney Hook ritstj. (1958). 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.