Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 16
ALFRUN GUNNLAUGSDOTTIR
ir fangar er beittu þá harðræði sem tmdir þá voru settdr. Krúnurakaðir
menn í röndóttum fötum er voru reknir áfram eins og hjörð og höguðu
sér í samræmi við það, gátu varla litið öðruvísi út en sem hjörð. Það hef-
ur því ekki verið auðvelt fyrir Levi að koma auga á manneskjuna.
Að mati Levi var þó fleira sem hélt í honum lífi, en hann telur að það
hafi verið slembilukka. Efdr nokkurra mánaða vinnu úti í hvaða veðri
sem var hreppir hann það hnoss að fá að vinna inni við á „rannsóknar-
stofu“ vegna þess að hann var efhafræðingur að mennt, og það var auð-
vitað allt annað hf. Hann þurfti ekki lengur að standa úti í vetrarkulda.
Það minnkaði líkurnar á að hann yrði alvarlega veikur. Auk þess fékk
hann afhent spritt og sápu sem auðvelt var að stinga inn á sig og selja síð-
an (124—125). Var hægt að biðja um meira? Svo var Levi svo lánsamur að
fá skarlatssótt í janúar 1945, fáeinum dögum áður en Þjóðverjar tæmdu
fangabúðirnar í Auschwitz. Ætlunin var að stefna föngunum til annarra
búða, það er að segja, þeim sem myndu þola langa göngu, þeim sem ekki
gæfust upp á leiðinni. Þeir sem hnigju niður yrðu skomir. Þetta var ein-
mitt það sem margir höfðu óttast og varð kveikjan að leiðangri Folke
Bernadotte: „Fregnir höfðu að undanförnu borizt, - fregnir sem virtust
hafa fullt sannleiksgildi - um það, að þýzk stjórnvöld myndu, ef hrtmið
bæri að, ætla sér að gera út af við bandingjana í fangabúðunum, til þess
að losna þannig við helzm vimi að því, sem þar hafði verið brallað“.10
Allir heilbrigðir menn í Auschwitz, að mati Levi um tuttugu þúsmid
manns, héldu af stað í „dauðagönguna“ þann 18. janúar 1945 (138).
Næstum allir dóu. Levi var hins vegar skilinn eftir í Auschwitz. Skarlats-
sóttin varð til að bjarga lífi hans.
A hinn bóginn var það engin tihdljun en Levi alltaf ráðgáta, að ítalsk-
ur maður, Lorenzo, sem var í „sjálfboðavinnu“ fyrir Þjóðverja, gaf hon-
um brauð og hluta af matarskammtinum sínum í sex mánuði samfleytt.
Auk þess stagbættan jakka. Hann skrifaði líka póstkort fyidr Levi og sendi
til Italíu og færði honum svarið. Lorenzo bað samt ekki um neitt á inótd,
ætlaðist ekki til neins. Levi er ekki í nokkrum vafa um að Lorenzo hafi
haldið í honum lífi, ekki aðeins vegna þess sem hann gaf honum, heldur
líka vegna ffamkomu sinnar og nærveru. Hann minntd Levi á að til var
önnur veröld en sú sem hann hrærðist í. Lorenzo fékk Levi til að minn-
ast þess að hann væri sjálfur maður (107-109).
Leifur Muller telur að hann eigi það matarsendingum Rauða krossins
10 Sjá Folke Bemadotte: Leikslok, bls. 19.