Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 67
„DAUÐI! MAÐUR ER VERÐLAUNAÐUR MEÐ DAUÐA!“
spratt upp úr amnnuleysi ungs fólks af verkamannastétt og lýsti sér í al-
gerum doða eða algeru stjómleysi. I pönkinu var ekki boðið uppá hefð-
bundna þjóðfélagsgagnrýni, heldur gagnrýni sem fól í sér ákveðna afneit-
un, höfnun, og var að einhverju leyti óvirk staða - staða zombíunnar.
Hugmyndin að baki þessari pólitík zombíu-myndanna er sumsé sú að
samfélagið (borgarasamfélagið) í heild sinni sé zombískt, dofið, og því
séum við öll zombíur. Lausnin er sú að umfaðma htylling frekar en
þennan doða, hryllingurinn verður jákvæður í þessu samhengi, spurning
um það næmi sem hrollvekjuhöfundurinn H.P. Lovecraft talar um í um-
fjöllun sinni um hlutverk hrollvekja.1^ Hryllingurinn er því ekki fóstri
dauðans heldur dæmi um Kf, hann er tæki til að vera á lífi og finna til,
öðlast sjálfsmtmd, sjálfsvemnd í samfélagi doða og dauða.
IV
Þessi sýn á zombíuna býður upp á tengingar við kenningar franska
heimspekingingsins Michels Foucault sem fjallaði mikið um ögun lík-
amans í verkum sínum, aðallega Gœsln og refsingu (Surveiller et pnnir) frá
1975, en einnig í inngangsbindinu að Sögu kynferðisms (La Volonté de sa-
voir) ffá 1976.1 grein sinni um kenningar Foucaults ræðir Eiríkur Guð-
mundsson hugmyndir fræðimannsins um hina auðsveipu líkama.16 Sam-
kvæmt Foucault var líkaminn gerður að viðfangsefhi valdsins á 18. öld
og þá var jafnframt farið að flétta vald og þekkingu saman við líkamann.
Þegar áherslan á einstaklinginn eykst kemur jafnframt upp þörf til að
flokka einstaklinga og skipa þeim í hópa. Þetta kemur meðal annars
fram í aukinni áherslu á efdrlit með vinnu og var nýtt skipulag vinnu-
staða einn af fjölmörgum liðum í því að búa til einstaklinga sem eru
bæði auðsveipir og undirgefhir, einstaklinga sem virka ósjálfrátt í því
rökræna, skilvirka og tæknilega samfélagi sem þá var í örri þróun. Þess-
um auðsveipu líkömum átti að vera hægt að stjórna, auk þess sem mark-
miðið var að meðhöndla þá í því skyni að auka hæfni, getu og styrk. I
dag er þetta eftdrlit ekki eins nálægt, heldur er það einmitt orðið fjarlægt
og birtist í vélrænum augum efdrlitsmyndavéla, í margskonar skýrslu-
15 Sjá rit H.P. Lovecraft um hrollvekjur, Sufematural Horror in Literature, New YorL
Dover 1973 (skrifað á ártmum 1924-45).
16 Eiríkur Guðmundsson, „Fleira þarf í dansinn en fiman fót“ í Flögð ogfógar skinn,
ritstj. Jón Proppé, Reykjavík, art.is 1998.
65