Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 198
ELISABETH BRONFEN
Hefðbundið er að tengja skort á skilurn á milli hugtaka eins og skauts,
leiðis, heimilis, við hliðstæðu jarðar og móður, og sömuleiðis hliðstæðu
dauða og fæðingar, eða dauða-getnað og fæðingu-upprisu. Dauðinn er
hér hugtak sem vísar í afturhvarf til lífsheildarinnar, tdl friðarins sem ríktd
áður en mismunur og togstreita í lífinu komu til sögunnar, til hinnar um-
lykjandi verndar sem kom á undan einstaklingsmótun og siðvæðingu.
Ef einn skilningur á dauðahvötinni er sá að hún samsvari firringu eða
særðri sjálfsdýrkun sjálfsverumtar, vegna þess að hún hefur orðið hluti af
endurtekningum, löngunum og þvingunum Annarleikans (hvort sem að
verki era lögmál menningarimtar, ómeðtdtaðar hvatir eða ótáknaður
raunveraleiki), þá samsvarar hún í öðram skilningi kyrrstöðu, laus tdð
alla togstreitu og aðgreiningu þess Annarleika sem liggur fyrir handan og
einkennir undirstöðu og fyrirmynd líffræðilegrar og félagslegrar tilveru
mannsins. Eins og Freud bendir á í umfjöllmt sinni urn goðsögulega
minnið, þar sem velja þarf milli kismanna þriggja, er orðalaust lagður
kvenlegur skilningur í hina síðarnefndu staðsemingu Annarleikans. Hún
er séð sem afmrhvarf til samrana handan alls klofnings sem sátt tdð „glat-
aðan“ samhljóm, vegna þess að hún er lögð að jöfnu við frummóðurina.
Samt er þessi kvenlegi Annarleiki sem „skaut-gröf-heimili“ á tvíræðan
hátt staðsetning dauðans. Hann er staðurinn þar sem lífið, andstæða
dauðans, birtist, jafnvel þótt hann sé staðurinn þar sem dauðleg áletrun
líkamans myndast við fæðingu, naflinn.
Ein hlið almenningsgoðafræði sem er óbeint tdl staðar í flokkunarfræði
Lotmans felst í að lýsa hlutlægni, skynsemi, aðgreiningum, huganum og
vísindalegri hugsun karllega, en tdlfinningum, sveigjanleika, náttúra og
sviði vísindalegrar rannsóknar kvenlega.32 Með því að gera kvenlegt sköpu-
lag að táknmynd náttúmnnar gat evrópsk menning tjáð náttúruna sem
móður og brúði, sem hafði fyrst og ffernst það lífgjafahlutverk að hugga,
fóstra og sjá um. Engu að síður fól náttúran einnig í sér óviðráðanlega
ringulreið, ósiðmenntaðar óbyggðir, hungursneyðir og óveður sem ógn-
uðu heilu kynslóðunum með því að eyðileggja uppskerur og drepa miga-
börn. Með því að leggja náttúra, jörð og líkama að jöfnu var konan gerð
að fulltrúa Annarleika gagnvart menningunni, að ákaflega forvimilegu
viðfangi sem máttd kanna, kryfja, sigra, temja og, ef þess var þörf, útrýma.33
32 Sjá E. F. Keller (1985). Reflections on Gender and Science. New Haven: Yale Univer-
sity Press.
33 Carolyn Merchant [(1980). The Death ofNature. Women, Ecology and the Scientific Re-
19 6