Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 33
INAVIST DAUÐANS
heiminum. Leifur lauk við að skrifa formálann að henni í september
1945 og það virðist ekki hafa liðið langur tími þar tdl hún kom út.
A það hefur verið bent að Primo Levi áttd í erfiðleikum með að koma
bók sinni á firamfæri og loksins er það tókst var henni fálega tekdð og
kannskd vegna þess, eins og Levi heldur fram, að of stuttur tdmi var hðinn
frá hörmungum stríðsins. Þeim hörmungum var ekki tdl að dreifa uppi á
Islandi, þótt vissulega ættu margar þölskyldur um sárt að binda vegna sjó-
manna sem fórust á hafi útd af völdum styrjaldarinnar. En þegar á heildina
er htdð voru hér á landi uppgangstímar öll stríðsárin. Leifur telur einmitt
að löndum hans hafi verið offaun að skdlja hvað stríð væri í raun og veru
og þá auðvitað einnig vítd það sem hann var nýsloppinn frá (Býr Isl. 209).
Formið á bók Leifs I fangabúðum nazista ber ekkd síður keim af
„skýrslu“ en bók Levi Se questo é un uomo og er athyglisvert að báðum
höfundum skuh finnast það form hæfa best frásögn af þessum toga. Leif-
ur gerir sér far um að blanda sjálfum sér sem mixmst í efnið og gengur
raunar lengra en Primo Levi hvað það atriði varðar. Leifur notar gjam-
an „við“ í frásögn sinni, en í Býr Islendingur hér? verður þetta „við“ að
„ég“. Þar er hann fremur að segja frá sjálfum sér. I fyrri bókinni er það
vitnið, boðberi válegra tíðinda sem segir frá.
Nú á tímum sætdr frásögn Leifs, Ifangabúðum nazista, ekki tíðindum.
Otal bækur hafa verið gefnar út um aðbúnað og glæpsamlega meðferð
Þjóðverja á saklausu fólki í fangabúðum sínum. En þegar þessi bók Leifs
kom út var hún svo ótrúlega „ný“ að hún gleymdist fljótt. Hún hefur tdl
að bera upplýsingar og lýsingar sem era svo nákvæmar, að hún er enn
mikdlvæg heimild. En Islendingar hafa ekki ffæðst um þennan skelfilega
kafla í sögu mannkynsins fýrir tdlstdlli bókar Leifs Muller, heldur af er-
lendum bókum, blöðum og kvikmyndum. Ekki hefði verið úr vegi að
byrja á að kynna sér efnið í frásögn hans. Eins og oft vill verða leituðu
menn langt yfir skammt.
Primo Levi og Leifur Muller segja frá og lýsa ekki ósvipuðum atriðum
í bókum sínum. Eins og Levi segir Leifur frá komunni tdl búðanna,
hvernig fangamir voru sviptir öllu:
Það var heldur óglæsileg sjón að sjá okkur þama, snoðkfippta,
í röndóttum fatagörmum og með tréklossa, sem voru eins og
herskip á fótunum á okkur. Við hlógum að þessu fyrst, en oft
er stutt úr hlátri í grát. (85)
31