Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 179
„ALLRA LJÓÐRÆNASTA VTÐFANGSEFNIÐ'
ástin. Þá nauffi sem býr í kvenlegri fegurð má rekja til ókennilegs sam-
tímaleika þeirra kennsla og þess skorts á kennslum að í henni sé dauðinn
falinn.Við minnumst þess að dauðinn er að mati Poes ekki aðeins hulinn
að baki fegurðar heldur hástig kvenlegrar fegurðar og þar kemur annar
vandasamur flötur í ljós. Afnám kynsins verður aðeins túlkað með kyn-
bundnum Kkama. Freud skiptir hinu þráða í þrjá hluta: Móður, ástvin
sem er valinn samkvæmt fyrirmynd móðurinnar og móðurjörðina sem
tekur við einstakhngnum aftnr. Samsömun dauðans við móðurjörðina,
hina þriðju konu, fær Paul Ricoeur til þess að spyrja hvort viðurkenning
á dauða þurfi endilega að samsvara endurhvarfi (e. regression) móður-
ímyndarinnar eða hvort meining Freuds sé sú að „kvenímyndin verði í
augum karlmannsins ímynd dauðans, svo hún verði ekki lengur draum-
órar og endurhvarfh18 Hluti samjöfnuðarins milh kvenleika og dauða
felst einmitt í þeirri staðreynd að konan, sem viðfang langana karlmanns-
ins (objet a), er á sveif dauðans. Astæðan er ekki aðeins sú að hún gangi
í sífellu inn í hlutverk eilíflega glataðrar írummóður, heldur Kka hvermg
hún birtist sem óvirk og „dauð“ vera hins ímyndaða frávarps, að því
gefnu, svo beitt sé hugtökum Lacans, að „öll reynsla manneskjunnar af
hinu kynferðislega liggi á sviði óra.“19
Hvemig ber okkur þá að skilja Freud? Er dauðinn fyrsta og eina stund
einhvers konar Annarleika, handan narsísks orkuflæðis hugaróra og aft-
urhvarfs? Er kvenleikinn svo rígbundinn hugarórum menningarinnar, að
konan verði fyrst í dauðanum raunveruleg, sjálfstæð og breytileg? En ef
birting dauðaímyndarinnar krefst afneitunar kvenleikans vemdar menn-
ingarmótaður kvenleiki karlmanninn (og menningu karlveldisins) á
gagnstæðan hátt frá dauða. Að halda í „óra“ kyngervisins veitir okkur
færi á að ljá dauðanum dulúð, en afhjúpun dauðans leiðir til útþurrkun-
ar kyngervisins. Hástig Freuds - „fegursta og vænsta“ - teflir enn einu
sinni dauðanum fram sem andstæðu kvenleikans, vegna þess að í „dauða
fagurrar konu“ felast nákvæmlega þau táknlegu straumhvörf sem afrná
kynjamuninn.20 Þversögn þessa hástigs er þvífrk að hún markar tímamót-
18 Paul Ricoeur (1985). Frmd and Philospophy: An Essay in Interpretation. New Haven:
Yale University Press, bls. 332.
19 Jacques Lacan (1985). Feminine Sexnality. JulietMitchell ogjacqueline Rose (ritstj.).
New York: Norton, bls. 157.
20 Sally Humphreys (1981). „Introduction: comparative perspectives on death.“ I Mor-
tality and Immortality: the Anthropology and Archeologoy ofDeath. London: Academic
Press, bls. 6.
191