Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 26
ALFRUN GUNNLAUGSDOTTIR
Af ffásögnum Leifs að dæma leit hann ekki svo á að vináttan hafi skipt
sköpum tdl að lifa af dvölina í Sachsenhausen. Trúin veitti honum ekki
heldur kjark, hún hvarf honum um það leyti sem hami var sendur frá
Grini í Noregi tdl Þýskalands:
Ég bað hann [Guð] að hlífa mér \dð Þvskalandi. Bjarga mér úr
prísund nasismans. Þetta var í síðasta skipti sem ég fór með
bænirnar mínar. (Býr Isl. 91)
Trúin er ekki beinlínis til umræðu hjá Jorge Semprún í Uécriture ou la vie,
en trúleysi hans kemur óbeint fram, eins og þegar hann vill ekki fara með
bæn, heldur ljóð við dánarbeð vina sinna. Hins vegar gerir hann \ in-
áttunni hátt undir höfði, því að um bræðralag manna er að ræða. I Bu-
chenwald voru aðallega póhtískir fangar, eins og raunar í Sachsenhausen,
og fékk Semprún rauðan þríhyrning í barminn, líkt og Leifur, en auk
þess var inni í honum stafurinn S sem merkti Spanier (Spánverji).
Bræðralagið innan Buchenwald-búðanna var ekki aðeins, að mati
Semprún, bræðralag manna sem voru svipaðrar skoðunar í pólitík. Stalín
kom þar ekki við sögu. Semprún fullyrðir að Stalín hafi ekki komið inn í
líf sitt og hugsun fyrr en löngu seinna (81). Bræðralagið var annað og
meira. Það var mótvægi við hina algeru illsku sem gegnsýrði allt, varð-
veittd auk þess hugmyndina um frelsi og það sem eftir lifði af uppreisn-
arneista. I huga Semprún á hið mannlega og hið ómannlega sér sameig-
inlegan uppruna, í frelsi mannsins.
Semprún telur sig hafa upplifað hvorttveggja í Buchenwald. Hann
teflir bræðralaginu móti afmennskuninni sem fangarnir urðu að þola. Að
halda áfram að vera maður var annað en auðvelt í heimi fangabúðaima.
Semprún greinir sérstaklega frá því að augu langflestra fanga hafi verið
tóm, eins og hefði slokknað á þeim eða þau blindast af alltof skærri birtu
dauðans (29). En augu þau sem enn voru lifandi stöfuðu frá sér bróður-
þeli. Eins og augu fyrrverandi kennara hans við Sorbonne, Maurice
Halbwachs, sem lá fyrir dauðanum í koju sinni. Semprún heimsótti hann
á sunnudögum, og það gerðu margir aðrir. Var þá reynt að halda uppi
vissu andlegu lífi með samræðum sem hæfðu betur öðnim stað og
annarri stund, ef ekki var beinlínis um lejmifund að ræða. Kamrarnir
voru þó betri staðir til leynifunda, þar sem allir áttu erindi á kamrana, en
hins vegar fóru ekki allir að heimsækja veikan vin. Ef mikið lá við var
hægt að notast við sjúkraskálann, Revier, einkum kjallarann þar sent
24