Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 155
Pétur Knútsson
Þeim var ek verst:
Líadan og Cuirithir í Laxdælu
Myndin er kynleg: Bolli spyr móður sína hverjum hún hafi unnað mest.
Uppúr þurru? Nei, spuminguna hefur oft borið á góma: „Fast skorar þú
þetta, sonr minn, ... en ef ek skal þat npkkurum segja, þá mun ek þik
helzt velja til þess."1 Textinn er skrifaður á undan sjálfum sér, það vita all-
ir hverju hún svarar og hafa alltaf vitað, það er eins og Guðrún hafi sí og
æ verið að fást við þessa árás á friðhelgi sína þau rúm tvö hundruð ár sem
hðu frá því sagan var fyrst sögð og þangað til hún komst á skinn og svar-
ið alltaf jafh órætt. Frásögnin er tímalaus, hún er þegar til staðar þegar
lesandinn byrjar að lesa söguna, henni lýkur ekki þótt sögunni ljúki. Allt-
af svarar Guðrún á máli kvenna, og alltaf botnar sonur hennar karla-
röddu: „Þat hyggju vér,“ segir hann spekingslega, „at nú sé sagt allein-
arðfiga.“2 Og móðir hans brosir: hann ber ekki skynbragð á orðræðu
kvenna. Eða öllu heldur, hann heyrir ekki þegar konur tala mái sitt, það
er huldumál, merkingarlaust, hljóðlaust. I þessu tdlfelli er það meira að
segja írska, mál eldri ambáttanna. Tvöföld málleysa kvenþrælsins, her
double subaltemity.
Þegar sögur taka að fyrnast, visna fyrst fíngerðustu textatengslin. I
öndverðu var sagan sögð af fólki sem þekkti rödd hennar og augnaráð,
orð hennar lifandi, nöfn og atvik úr myndaalbúmum sveitarinnar.
Hvemig hún raulaði fyrir munni sér þessi gömlu lög. En eftir tvö hund-
1 Laxdæla 78. kap. bls 228. Allar tilvitnanir í Laxdælu eru í útgáfu Einars Ol. Sveins-
sonar, Islenzk fomrit V. bindi.
2 Sami staður.
x53