Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 46
ÁLFRÚN GUNNLAUGSDÓTTIR
sinni og sagði að hana hefði dreymt rétt (Býr Isl. 149). Leifnr gat ekki
gleymt andliti Lettans (153).
Dauði Ivans lida fékk líka á Leif. Ivan kom á sjúkrastofuna skömmu
efdr lát Lettans. Hann var Rússi og aðeins sextán ára að aldri. Leifi skild-
ist á honum að hann hefði verið sendur nauðugur ffá heimalandi sínu til
að vinna í verksmiðju fyrir Þjóðverja, en hafði líkað vistin illa og strokið.
Lögreglan hafði hendur í hári hans og sendi hann í fangabúðir þar sem
hann var búinn að dveljast í tvö ár. Pilturinn var svo örmagna að Leifur
varð að mata hann (153-155). I þetta sinn brynjaði Leifur sig ekki. En
einn morguninn þegar að var komið lá Ivan litli örendur. Hann hafði dá-
ið um nóttina án þess að nokkur tæki eftir þfi.
Alla þessa rnenn telur Leifur upp í lok bókarinnar Býr Islendmgur hér?
og segir að þeir hafi dáið „einir og yfirgefhir - stdptir trú á miskunn Guðs
og manna“ (257). Það var kannski kjarni málsins og þess vegna fann hann
til samkenndar, lifði dauða þeirra. Hann treysti engum, vissi að hann
varð að bjarga sér einn, en undir niðri bjó óttinn um að hann dæi yfir-
gefinn og aleinn á stað þar sem dauðinn var svo hversdagslegur að eng-
inn tók lengur eftir honum né kippti sér upp við hann. Og mundi aldrei
fá tækifæri til að skýra frá framferði Þjóðverja.
Nokkrum sinnmn varð Leifur gripinn óraunveruleikatilfinningu. Hún
kemur fyrst yfir hann þegar hann er tekinn höndum í Osló og fluttur í
fangelsi í Möllergaten 19 og látinn stilla sér með andlitið upp við vegg
(Býr Isl. 63). Þetta var eins og hugarburður. Draumur. Hið sama gerist
eftir komuna til Sachsenhausen. Það sem hann sá og heyrði var líkt og
heilaspuni (Býr Isl. 97). Þegar hann lítur tilbaka rúmmn þörutíu árum
síðar og rifjar upp þetta tímabil ævinnar kemur yfir hami sama tilfinning.
Harm lifði þetta ekki sjálfur, hann hlaut að hafa lesið um það eða dreymt
(Býr Isl. 254). En Leifur telur ekki, að því er \drðist, að lífið innan búð-
anna hafi verið „raunverulegra“ en lífið utan þeirra. Það var lífið í
Sachsenhausen sem hafði verið draumur. Martröð.
Primo Levi sýnir ekki sama hugrekki og sömu „hörku“ í ffásögn sinni í
Se questo é un uomo og Leifur Muller í sinni frásögn, Ifangabúðum nazista.
Leifur gengst við afmennskun sinni og horfist í augu við hana, það gerir
Primo Levi síður. Levi kannast ekki við að hafa alveg látið af inennsku
sinni (350). Hann skrifar ekki aðeins bók sína af þörf fyrir að bera vitni,
segja frá, heldur miðar hann líka við „innri frelsun“ sína (liberazione
44