Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 191
NÆRVERA DAUÐANS í LÍFINU
k\reðju felist ætíð að kveðja annan og/eða annað: Kveðja er einungis
möguleg með þessum hætti og það er ómögulegt að k\æðja sjálfan sig.
Reglur tungumálsins, sem formgerir hversdagsheim okkar, útiloka,
a.m.k. strangt tdl tekið, möguleikann á því að kveðja sjálfan sig. Engu að
síður tölum við um slíkt í yfirfærðri merkingu. Til dæmis kveðjum við
sannfæringar. Að því leyti sem shkar sannfæringar voru hluti af sjálfum
okkur, þá kveðjum í vissuou skilningi jafiiframt okkur sjálf. I versta falli
getur slfkt leitt tdl þess að veröld okkar hrynji.
Burtséð frá þessu verðum við að draga eftirfarandi ályktun afvenjuleg-
um skdningi orðsins „kveðja“: Við getum ekki skilgreint dauðann sjálfan
sem kveðju, a.m.k. ekki ef \dð, eins og ég geri hér, viljum forðast túlkun
sem gerir ráð fiuir ódauðleika persónunnar. Þrátt fyrir þetta má skoða
hann frá sjónarhomi k\reðjunnar. Dauðinn er ekki kveðja, en kveðjan er
athöfn sem dauðinn á hlutdeild í þótt hann leysist ekki upp í henni. Þeg-
ar tími okkar er útrunninn getum við eingöngu kvatt heiminn og jafii-
framt, í sérstakri og alveg einstakri merkingu, okkur sjálf. Ef við erum,
s\'0 notað sé orð Heideggers, „megnug“ dauðans er það með þessu móti.
Það sem ekki er mögulegt í lífinu verður mögulegt í dauðanum, Því á
dauðastundinni erum við einungis fortíð og ekki á nokkum hátt frekari
framtíð. A þessu augnabliki verðum \dð að kveðja okkur sjálf vegna þess
að við erum ekkert nema hið liðna. Að vera maður sjálfur merkir nefini-
lega að eiga sér framtíð. Þar af leiðandi verðum við einnig að kveðja sjálf
okkur í dauðanum í þeim skihúngi að hið hðna, sem við erum orðin að,
er ekki lengur við sjálf.
Með hvaða réttd mættd nú skilja æfinguna fyrir dauðann, sé hún þá yf-
irleitt verkefni okkar, sem svo að hún sé kveðjan íyrirffam? Til að skýra
þessa spumingu er best að ganga út frá áþreifanlegri reynslu, t.d. ein-
manaleikanum. I öllum raunvemlegum einmanaleika, sem er annað og
meira en einvera - þ\d við getum jú verið einmana mitt á meðal fólks -
er eins og við skynjum dauða okkar fyrirfram. Getsemane, garður ein-
semdar Jesú, stendur í skugga Golgata, dánarstaðar hans.
Yið getum samt ekki lagt þessa reynslu að jöfnu við hinstu kveðju fyr-
irfram. Einmanaleikinn felur jú í sér að okkur finnst við sitja uppi með
okkur sjálf. Alger einmanaleiki felur þá í sér aðskilnað við alla aðra. En
með því að við drögum okkur inn í eigin skel kveðjum við einmitt ekki
okkur sjálf. Þar að auki getum við ekki æft einmanaleikann, hann er ekki
„verk“ hugarins. Þvert á mótd gagntekur hann okkur hvort sem okkur
179