Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Side 194
MICHAEL THEUNISSEN
komnum hætti f}TÍríram þá aðgreiningti sem follkomnast í dauðanum.
Þessi reynsla sem er fyrirffam með þessum hætti á sér stað í vitundinni.
En um leið er hún raunveruleg athöfh, það er þekkingarathöfhin sem sér
ffummyndirnar. Að dómi Platons var sálin aðeins móttækileg ffuir slíkri
sýn með því að snúa baki við líkamanum, skilningandtum hans og nautn-
um. Þótt aðgreining sálarinnar ffá lfkamanum sem á að eiga sér stað í hf-
anda lífi sé ófullkomin í fræðilegum og aðferðafTæðilegum skilningi, hef-
ur hún í platonskum skilningi tvennt ffam yfir þá aðgreiningu sem
dauðinn sjálfur orsakar. I fyrsta lagi beinist sá áhugi sem stýrir umfjöllun
ttm dauðann að sálinni; og í öðru lagi er hún sá reynslugrundvöllur er
skilgreining Platons á dauðanum sem aðgreiningu sálarinnar frá k'kam-
anum byggir á. I þessu sambandi telst aðgreiningin sem á að eiga sér stað
í lífinu alls ekki aðeins vera hliðstæða við dauðann. Við getum varla gert
okkur það í hugarlund lengur, en því er í raun og veru þannig farið að öll
frumspekihefðin - og sama gildir um þá kristnu - skilur mors mystica,
hinn innri dauða, ekki sem myndlíkingu, og sama gildir um mors animae,
dauða sálarinnar sem afleiðingu og refsingu fyrir stndina.
Til að fyrirbyggja misskilning vil ég árétta og skýra öllu nákvæmar en
í upphafi hvað ég hyggst nýta mér af hinum frumspekilega skilningi á
dauðantun og hvað ekki. I fyrsta lagi viðmkenni ég ekki ódauðleikann
sem forsendu og í öðru lagi viðmkenni ég ekki kröfuna mn að skilgreina
dauðann út ffá innihaldi hans. A hinn bóginn tek ég í fyrsta lagi undir þá
skoðun að það verði að læra eða æfa dauðann, og í öðru lagi játa ég þá
tilgátu að þessi lærdómm beinist að ákveðnum viðskilnaði. Þennan við-
skilnað, sem ég í framhaldi af höfnun minni á innihaldsskilgreiningu
ákvarða ekki út frá innihaldi sem aðskilnaði sálarinnar frá líkamanum,
kalla ég kveðju. Eg vil byrja á því að draga upp mynd af því sem við vana-
lega meinum með „kveðju“, og spyrja síðan að hvaða leyti og að hve
miklu leyti hægt sé að skilja dauðann sem kveðju. Loks ætla ég að athuga
hvort við getum litið svo á að með því að flytja kveðjuna fyrirffam búum
við okkur undir dauðann og hver merking hennar er þá.
I venjulegum skiLningi orðsins „kveðja“ felst að kveðja aðra og/eða
annað, mannheim og/eða umheim okkar. Maður kveður aðra og annað
þegar maður yfirgefur einhvern stað. Hinn venjulegi orðskilningur ger-
ir sem sagt ráð fyrir að sá sem kveður hverfi ekki alveg heldur hverfi ein-
ungis á brott, fari eitthvert annað. En ef brottför er órjúfanlegur þáttur í
skilningi okkar á kveðju, þá leiðir af framangreindri staðreynd, að í
178