Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 166
MICHAEL THEUNISSEN
að vera í lifandi samræðu við aðrar fræðigreinar, txú og listir. Að hans
dómi er eitt mikilvægasta verkefiui heimspekinnar að grafast f}TÍr um þær
forsendur fagvísindanna sem eru þeim sjálfum huldar. Sjálfur hefur hann
um langt árabil starfað náið með geðlæknum, sálfræðingum og guðfræð-
ingum eins og verk hans bera með sér.
Theunissen hefur ritað fjölda bóka um aðskiljanleg efni, s.s. félags-
heimspeki og fyrirbærafræði (Der Andere. Studien zur Sozialontologie der
Gegenwart, 1965), heimspeki Hegels (Hegels Lebre vorn absoluten Geist als
theologiscb-politiscber Traktat, 1970; Sein und Schein. Die kritische Funktion
der hegelschen Logik, 1982), póhtíska heimspeki (Selbstverwirklichung und
Allgemeinheit, 1978), heimspeki tímans (Negative Theologie der Zeit, 1991;
Pindar. Menschenlos und Wende der Zeit, 2000), heimspeki Kierkegaards
(Der Begriff Ernst bei Sören Kierkegaard, 1958; Das Selbst auf dem Grund
der Verzweiflung. Kierkegaards negativistische Methode, 1991; Der Begiff
Verzweiflung. Korrekturen an Kierkegaard, 1993), og heimspeki nútímans
(Voreittwiiife derModeme. Antike Melancholie unddie Acedia desMittelalters,
1996; Dialektischer Negativismus, 2004). Theunissen hefur hlotið fjölda
viðurkenninga, s.s. hin virtu Leopold-Lucas-verðlaun árið 2001, en þau
höfðu áður hlotið hugsuðir á borð við Paul Ricoeur, Karl Popper, Mich-
ael Walzer og 14. Dalai Lama. Hann var gerður að heiðnrsdoktor við
Kaupmannahafharháskóla árið 1995.
Undanfarin 15 ár hefur Theunissen einkum helgað sig rarmsóknum á
sviði heimspeld tímans. I skrifum sínum um þetta efhi gengur hann út frá
þeim skilningi að tíminn, sem veruleiki er kemur í senn á undan mannin-
um og ríkir yfir honttm, sé forsenda fyrir því að skálja til hlítar mannlega
tilvist í öllum sínum tilbrigðum milli þjáningar og hamingju. Ritgerð
Theunissens um nærveru dauðans í lífinu, sem hér fer á eftir í íslenskri
þýðingu, er tilbrigði við þetta stef. Fjxir fáeinum árum gaf Theunissen út
tröllvaxið rit um Pindar, sem margir gagnrýnendur telja grundvallarrit á
því sviði. I þessu riti kemur skýrt ffam sú sannfæring Theunissens, sem
hefur orðið æ áleitnari í hugsun hans á síðustu árum, að heimspekin geti
ekki skilið sig til fullnustu með því að fást eingöngu við sig sjálfa, heldur
verði hún að beina sjónum að uppruna sínum í þeirri hugsun sem er ut-
an og handan heimspekinnar, þ.e. með því að gera sér grein f}TÍr því að
hún er sprottin úr andófi gegn epískri, lýrískri og tragískri hugsun. Mark-
mið Theunissens, líkt og Hölderlins og Heideggers á undan honum, er
að kafa ofan í frumtexta vestrænnar menningar og „bjarga" glötuðum
164