Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 158
PÉTUR KNÚTSSON
Líklegt má telja að Guðrún og konungsdóttirin írska, Melkorka amma
Kjartans, hafi oft skrafað saman. E.t.v. kviknaði fyrst útþráin hjá Guð-
rúnu \dð þau kynni.13 Irsku ambáttirnar (gamalt keltneskt tökuorð í ger-
mönsku) sem sinntu Guðrúnu ungri heima að Laugum í Sælingsdal hafa
líklega sungið á írsku. Og gamlar konur raula sönglög úr æsku sinni, ekki
síst þegar þær eru spurðar nærgöngulla spurninga sem koma ekki einu
sinni sonum þeirra við, ekki síst þegar söngurinn segir allt sem segja þarf:
an ro carus ro cráidius. Djúpur harmur er greyptur í knappa andstæðu orð-
anna sem hljóma af krafd enn þann dag í dag, þótt sönglagið hafi glatast.
Og merking ljóðsins hefur verið sveitungum Guðrúnar ljós, því tvö
hundruð áruin seinna komst hún á skinn, nú orðin rammíslensk. Þeim
var ek verst er ek unna mest.
I grein sinni „Gumilöð og hinn dýri mjöður“14 ræðir Svava Jakobs-
dóttir um útbreitt minni með indógermönskum þjóðum, gyðju sem er
tákngerving konungsvaldsins, veitir nýja konungsefninu mjöð eða drykk
úr brunni og samrekkir honum. Rory McTurk gerir grein'5 íjnir áber-
andi hliðstæðum milli sögunnar um Guðrúnu Osvífursdóttur og írsku
sagnanna um Hina óírýnilegu kerlingu, táknmynd hins aldna konungs-
veldis, sem verður að fallegri ungri konu í faðmlögum nýs konungsefhis.
McTurk víkur einnig að skoðunum Armanns Jakobssonar þess efnis að
Kjartan Olafsson birtist í Laxdælu sem konungsígildi,16 og í ffamhaldi
varpar McTurk fram þeirri hugmynd að Guðrúnu megi virða sem tákn-
gervingu Islandsveldis; reyndar hefur Svava þegar bent á að „Guðrúnu
Osvífursdóttur [megi] líklega telja í þessurn hópi“ (þ.e. í hópi kvenna
með eiginleika konungsgyðjunnar).1' Aðrar hliðstæður samkvæmt Mc-
Turk koma fram m.a. í samskiptum beggja kvenna við fjögur mannsefni,
auk hins fimmta sem skarar fram úr hinuin; í fundarstað þeirra beggja og
hetjunnar, Guðrúnar við Sælingsdalslaug en kerlingarinnar við vatns-
13 Eins og Helga Kress bendir á, voru vonbrigði mikil og gremja hjá Guðrúnu þegar
Kjartan neitaði að taka hana með sér út (Máttugar meyjar, bls. 141; Laxdæla, bls.
114-5.)
14 Skímir 162 (1988), bls. 215-245 (bls. 220).
15 Rory McTurk, „Guðrún Ósvífursdóttir: An Icelandic Wife of Bath?“ Sagnaheimur.
Studies in Honour of Hermami Pa'lsson. Asdís Egilsdóttir og Rudolf Simek (ritstj.).
Studia Medievalia Septentrionala Bd. 6. Wien: Fassbaender 2001. bls. 175-194.
16 Armann Jakobsson, „Konungasagan Laxdæla“ Skímir 172 (1992), bls. 357-83; Ileit
að konungi, Háskólaútgáfan 1997 (bls. 301).
17 Sama rit, bls. 236. í „Skáldskapur og fræði“ segir Svava um Guðrúnu: „Hún var hin
heiðna sál lands og þjóðar.“ TMM 1999:4, bls. 52-61 (bls. 61).
156