Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 25
í NÁVIST DAUÐANS
sókn norska ríkisins á hendur þeim manni, þegar réttað var yfir honum
eins og öðrum kvishngum.
Gagnstætt Primo Levi fjallar Leifur ekki um vináttu, það er að segja,
innan fangabúðanna. I raun gerir hann því fyrirbæri takmörkuð skil. I
Býr Islendingur hér? nefnir hann nokkra vini sína hér heima frá skólaár-
unum, en þeir koma svo ekki aftur við sögu eftir að hann er kominn heim
frá Sachsenhausen, stofnar heimili, eignast fjölskyldu og líka eigið fyrir-
tæki. Það er eins og hann hafi glatað þeim vinum.
I Sachsenhausen voru aðallega pólitískir fangar og bar Leifur rauðan
þríhyrning slíks fanga. Llann var merktur sem „andófsmaður“. En hann
virðist ekki hafa litið á sig sem slíLan, né leitað stuðnings á grundvelli
þess og verið í vinfengi við aðra „rauða“ fanga. Persónuleg vinátta kem-
ur ekki við sögu í bókinni I fangabúðum nazista. Það er eins og Leifi
finnist að orðið „vinátta“ eigi ekki heima í veröld eins og þeirri sem
fangabúðirnar voru. Hann talar á almennum nótum um Norðmenn í
Sachsenhausen og segir að þeir hafi verið í álitá, en hefur hins vegar
minni mætur á Dönum sem hann telur að hafi verið sundurlyndir. Einnig
er Leifur hrifinn af sjö Englendingum sem höfðu verið í breska hernum
og þótt þeir væru í reynd stríðsfangar voru þeir ekki meðhöndlaðir sem
slíkir. Þeir voru látnir ganga dag eftir dag mánuðum saman með þungar
byrðar á bakinu til að prófa nýjan skófatnað fyrir þýsk fyrirtæki, en voru
að lokum teknir af lífi. Leifur kveðst hafa sótt styrk til þessara manna því
að þeir héldu sjálfsvirðingu sinni (Býr Isl. 1 f 3).
Þegar fjallað er um dvöl Leifs í Sachsenhausen í Býr Islendingur hér?
kemur ekkert nýtt fram um vináttuna fyrr en undir lok bókarinnar. Er
kemur að næstsíðasta kafla rekur lesandinn upp stór augu. Það sem
manni finnst einmitt sárast við frásögn Leifs í báðum bókum er einsemd
hans. Hann virðist alltaf vera einn og engan hafa til að deila með daglegu
lífi, eins og hann hafi aðeins verið hluti af „kerfinu" og ekkert umfram
það. I kafla 29 í Býr lslendingur hér? (239) kemur í ljós að Leifur hefur átt
tvo „bestu vini“ í Sachsenhausen, og felur það í sér að hann hafi átt aðra
sem ekki falli undir þá skilgreiningu. Hann kemst aftur í samband við
annan þeirra, Johan Johanson, sem ekki hefur verið kallaður til sögunn-
ar fyrr, við það að dóttir hans sem var í hjúkrunarnámi í Noregi fær að
heyra af vörum manns, sem hún annaðist, að hann hefði átt góðan ís-
lenskan vin í Sachsenhausen-fangabúðunum. Kannaðist hún við mann að
nafhi Leifur Muller?
23