Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 170
MICHAEL THEUNISSEN
Sem fyrr segir ætla ég hér þó eingöngu að ráðast til atlögu við þá
spurningu, hvort og í hvaða skilningi það er leyfilegt að tala mn nærveru
dauðans í lífinu. Gagnrýnin á þann dauðaskilning sem fylgdi í kjölfar
frumspekinnar takmarkast þó ekki við að bægja frá kenningmn sem
halda því ffam, á þann hátt sem getm ekki talist leyfilegur, að dauðinn
sé inngróinn í lífið. Hún þjónar einnig og umfram allt þeim tilgangi að
öðlast skilning á tiltekinni nærveru dauðans sem augu nútímahöfunda
eru nánast undantekningarlaust blind fyrir.5 I þessu liggur fólgið tak-
mark hugleiðinga minna í þessum lestri. Gagnrýnin á dauðaskilninginn
sem fylgdi í kjölfar frumspekinnar merkir, með hliðsjón af þeim dauða-
skilningi sem ég hef augastað á, að ég tefli sannleikanum sem er fólginn
í dauðaskilningi frumspekinnar gegn þeim dauðaskilningi sem varð ráð-
andi eftir ffumspekina. Þótt ég ætti ekki að grípa ffekar fram fyrir hend-
urnar á sjálfum mér tel ég nauðsynlegt að tilgreina strax takmarkanir
þessa afturhvarfs til frumspekinnar. Það vakir ekki fyrir mér að endur-
vekja túlkun á innihaldi dauðans. Slík túlkmi mjmdi, sem túlkun á til-
gangi dauðans, ganga í berhögg við viðtekinn skilning á dauðanum sent
náttúrlegu fyrirbæri. Þvert á móti leitast ég einmitt við að virða til-
gangsleysi hans. Að standast dauðann merkir ekki einungis að viður-
kenna hann sem staðreynd. Það er einnig að viðurkenna að þessi ein-
staka staðreynd verður ekki krufin til mergjar. Það eru ekki einungis
þeir, er telja sig ódauðlega, sem afneita dauðanum. Hinir, sem telja sjálf-
um sér og okkur trú um að hann sé eins og hver önnur staðreynd, læð-
ast ekki síður í burtu frá honum.
2. Spumingin um nærveru dauðans í lífmu
Til að svara þeirri spurningu, hvort við megum tala um nærveru dauðans
í lífinu, verðum við fyrst að hugleiða hvernig við tölum um dauðann yfir-
leitt. Með þessu á ég við þrennt: I fyrsta lagi hvernig við getum talað um
hann, í öðru lagi hvernig við eiginn að tala um hann og í þriðja lagi
hvernig við tölum um hann í raun og vem. Undirbúningsspurningin,
hvernig við getum talað um dauðann, vísar til hins þekkingarffæðilega
vanda, hvernig við komumst að dauðanum. Þegar öllu er á botninn
hvolft er hér á ferð sá vandi að skilja reynsluna af dauðanum. Þegar ein-
5 Ef mér skjádast ekki er Georg Simmel eina undantekningin ffá þessu og mun ég
víkja að honum síðar.
IÓ8