Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 100
GUÐNIELISSON
Hinir dauðu hafa verið settir í röklegt samhengi, þeir hafa ver-
ið sviptdr persónuleika sínum og hlutgerðir, ekki aðeins í þrí-
víðu rými útfararstofunnar, kirkjugarðsins og spítakans, með
stríðsminnismerkinu og dufthýsinu [e. columbarium], heldur
einnig í tvívíðu rými dagblaða, sjónvarps og ktúkmtmda. Frá
miðri mtjándu öld allt fram á vora daga hefur lýsing tregaljóðs-
ins á hinum dauðu og syrgjendum í æ ríkara mæli beinst frá
hinu dæmigerða og almenna í átt að hinu persónulega og ein-
staka.12
Ramazani tekur undir þau orð mannffæðingsins Geoffre}?s Gorer að á
Bretlandseyjum eigi Kkbrennsla vaxandi fylgi að fagna vegna þess að með
henni segi aðstandendur algjörlega skilið tdð hinn láma, það er að segja
á afdráttarlausari hátt en við greftrun.13 I Bandaríkjunum hefur aftur á
móti sú leið verið valin að smyrja hinn látna og fela á bak ríð farða. Jahi-
framt einkennist mælskufræði útfararstofunnar á Yesturlöndum af til-
hnningasemi og undanfærslum, af nærgætni þar sem leitast er ríð bregða
birtu á sorgarstund og syrgjenduin er hjálpað að bera höfuðið hátt,
stundum með innantómum veigrunarorðum.14
I skáldverkum sínum hefur Steinunn Sigurðardóttir ítrekað glímt við
þversagnakennda afneitun samtímans á dauðanum, bælingu og hlutgem-
ingu sorgarinnar.15 Hún leitast við að greiða fyrir samskiptum lifenda og
dauðra sem verða sífellt ópersónulegri eins og sést glögglega í eftirfar-
andi línum úr ljóðabálknum „A suðurleið með myndasmið og stelpu“:
í kirkjugarði nefhum við ekki nöfn.
Nóg er að vita. Undir þústunum öllum
hvílir eitthvað sem eitt sinn var fólk.
12 Ramazani: Poetiy ofMournmg: The Modem Elegy jrom Hardy to Heany, bls. 18.
13 Hér má minna á kómískar vangaveltur Oldu um andlát og útför ástmannsins í Tíma-
þjófiium: „Eina \dtið fyrit fjallmyndarlegt fólk einsog þig er að láta brenna sig. En
það er ekki víst þú kærir þig um að vaða reyk í lokin. Samt liði nú mér greyinu bet-
ur að vita af þér í duftkrukku heldur en einsog hverju öðru romandi líki.“ Sjá Stein-
unn Sigurðardóttir: Tímaþjófurinn, bls. 159.
14 Sjá Ramazani: Poetiy ofMouming: The Modern E/egy from Hardy to Heany, bls. 16 og
17.
15 Bergljót Kristjánsdóttir og Halla Kjartansdóttir eru meðal þeirra sem skrifað hafa
um dauðann í einstökum verkum Steinunnar. Sjá Bergljót S. Kristjánsdóttir: „Hvur
er hvað og hvað er hvurs?“, Tímarit Máls og menningar, 3/1991; og Halla Kjartans-
dóttir: „Að vera grafinn lifandi", Tímarit Máls ogmenningar, 3/1998.
98