Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 161
ÞELM VAR EK VERST: LÍADAN OG CUIRITHIR í LAXDÆLU
Mé Líadan;
ro carnssa Cniritbir;
isfírithir ad-fíadar.
Ég er Líadan;
ég hef elskað Cuirithir;
sannara er það en allt sem sagt er.
Ní chela: Ekki skal því leyna:
ha hésinm mo chrideserc, hann var ást míns hjarta,
cía no carainn cách chena. þótt fleiri elskaði ég en hann.
Is é, didin, crád do-ratsi fairsium a liias ro gab caille.
Þannig var, að hún angraði hann með því að ganga svo skyndilega í
klaustur (taka upp caille).
Hér fer ekkert á milli mála: í stað þess að svara syni sínum vitnar Guð-
rún í írskt kvæði. Setningin Þeim var ek verst er ek unna mest er nákvæm
þýðing á an ro carus ro cráidius. Tilvísunarfomafnið an merkir hér „þann
sem“, „þeim sem“ o.s.ffv.; það er ómerkt varðandi fall, kyn og tölu. Sagn-
imar cams og cráidtiis era í 1. persónu þátíðar, en smáorðin ro veita sögn-
unum lokið horf: atburðimir hafa átt sér stað, sögunni er lokið.29
Nú virðist sem íslenska þýðingin víki frá frumtextanum með því að
bæta við verst og mest. En þegar betur er að gáð, kemur í ljós að einmitt
þessi mismunur helgast af trúnaði við frumtextann, og það á tvennan
hátt. I f\TSta lagi hafa sagnirnar í írsku setningunni lokið horf eins og fýrr
segir (ég hef elskað, ég ^efkvalið), en á fomíslensku er horf sagna oftast
ómerkt: ek unna getur þýtt bæði ég elskaði og ég hef elskað. I íslensku
þýðingunni er horfinu hinsvegar viðhaldið með því að orðin verst og hest
veita báðum sögnunum lokið horf og gegna því sama setningafræðilega
hlutverki og ro ... ro í írska textanum.
Jafhframt þessu gegna orðin verst og mest einnig stflfræðilegu hlut-
verki. Hin knappa írska setning er dæmi um oxymoron, sem Snorri kallar
refhvörf:30 sagnimar tvær carus, cráidius, ég elskaði, ég kvaldi, hafa um
leið sömu setningafræðilegu stöðu en gagnstæða merkingu; með orðum
Snorra hafa þær „einnar tíðar fall.“ En stílbragðið er í þessu tilfelli einnig
skerpt með hljóðlíkingu orðanna, sem hafa sömu upphafsstafi, sömu
endingar og svo til sömu sérhljóða (i -stafimir tveir í cráidius em ekki
29 Ég þakkaTadhg Ó hlfeamáin í írskudeild Háskólans í Limerick fyrir þessar skýringar.
30 Háttatal, bls. 17-19. Snorri notar notar heitið refhvörf fyrir bragahátt þar sem ox-
ymora koma fyrir með mismundi hætti. Edda; Háttatal, ritstj. Anthony Faulks, Ox-
ford 1991, bls. 11-13.
:59