Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 39
í NÁVIST DAUÐANS
hann finna kjama þeirrar veraldar sem hann vill lýsa í bókinni sem hann
ædar að skrifa (174). Allt sumarið 1945 gengur hann með þá hugmynd
að hann ædi að skrifa hana, en smám saman rennur upp fyrir honum að
í ratm eigi hann aðeins um tvennt að vefja: Að skrifa eða hfa. Hann treysti
sér ekki til að gera hvorttveggja í senn (212), aðeins gleymskan gat hugs-
anlega bjargað honum (177, 226), og hann tók til við að gleyma í örm-
um Loréne, sem aldrei fékk að vita að hann hefði verið í fangabúðum.
Semprún gat ekki hugsað sér, ekki ffekar en Leifur, að verða fyrrverandi
fangi og festast í því hlutverki, til þess var lífið sjálft of dýrmætt (155).
Hann gat því ekki talað um reynslu sína og gerði það aðeins einu sinni,
þegar honum fannst hann verða að tala í stað félaga sem vafi lék á að
kæmi aftur (154). En eftir það minntist hann ekki á hana. Þögn hans var
þó engan veginn tengd sektarkennd (320). Gagnstætt þeim Leifi og Levi
kveðst Semprún ekki skilja hvers vegna í ósköpunum menn finni til sekt-
ar þótt þeir hafi sloppið hfandi úr fangabúðum. Enginn fanganna hefði
átt skihð að Hfa og ekki heldur að deyja. Þeir sem hfðu áttu það engu sér-
stöku að þakka (156).
Gleymskan hjá Semprún kemur ekki heim og saman við flokkunina á
fyrrverandi föngum, sem Primo Levi hafði komið sér upp.22 Að gleyma var
í huga Semprún tengt því að halda áfram að hfa. Baráttunni var ekki lokið
þótt hann slyppi úr fangabúðunum (212). Þegar honum verður ljóst að
hann muni aldrei geta skrifað um reynslu sína í Buchenwald, rennur líka
upp fyrir honum að hann verði að gefa öh ritstörf upp á bátinn og muni
aldrei geta gerst rithöfundur, eins og hugur hans stóð ttil. Og hann sker á
öll vináttubönd sem hann hafði bundið í Buchenwald. Semprún sneri sér
aftur að póhtískri baráttu, ekki alveg óskyldri þeirri sem hann hafði stund-
að í andspyrnuhreyfingunni frönsku. Hann gerðist virkur meðlimur í
kommúnistaflokknum spænska sem var auðvitað í útiegð og sá eini af hin-
um gömlu flokkum spænska lýðveldisins (1931-1939) sem reyndi að koma
á laggimar skipulegu andófi á Spáni gegn einræði Franco. Semprún var
sendur til heimaborgar sinnar, Madrid, árið 1953, til að starfa neðanjarðar
við póhtíska skipulagsstarfsemi og sigldi auðvitað undir fölsku flaggi (166).
Hann notaði mörg nöfh, en þekktastur var hann, ernkurn hjá spænsku ör-
yggislögreglunni, undir nafninu Federico Sánchez.2’ Það var loks árið
22 Sjábls. 12.
25 Jorge Semprún: Federico Sártchez se despide de ustedes (Federico Sánchez kveður),
Tusquets editores, Barcelona 1996, bls. 134.
37