Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 107
í KIRKJUGARÐINEFNUM 'V7IÐ EKK3 NÖFN
mjTidarimiar margbrotin og hlaðin þversögnum. Orfeifur er vissulega
áhugaverður þar sem hann getur í krafti listar sinnar ekki aðeins heillað
sjálfa náttúruna, heldur einnig þá sem standa vörð um ríki hinna dauðu.
Að mati Sacks er Orfeifur þó einnig neikvæð huirmynd þar sem honum
tekst ekki að syrgja Evridís á réttmætan hátt. Þetta sést á því að hann leit-
ast við að leysa látna eiginkonu sína úr dauða í stað þess að skapa úr henni
tákn eða finna staðgengil fyrir hana. Sú staðreynd að Orfeifur htur um
öxl og Evridís snýr aftur í undirheima sýnir að hinn látni verður aldrei að
fnllu endurheimtur. Píslardauða Orfeifs má svo rekja til þess að hann
færði ástir sínar aldrei annað, heldur festi hug sinn við Evridís. Konurn-
ar rífa hann í sundur vegna þess að hann þverskallast við að snúa ftá hin-
um dauðu.33
Ljóðmælendur Steinunnar eiga oft, líkt og Orfeifur, erfitt með að yf-
irfæra missi sinn á áþreifanleg og sefjandi tákn og stundum eru þeir
sviptdr þeim kennileitum sem arrnars hefðu hugsanlega nært þá og auð-
veldað þeim að sigrast á sorg sinni. Hér má nefha ljóðin ,dVIinningar með
vetrarlagi11 og „Söguslóðir“ úr Kúaskít og norðurljómm,34 I ljóðinu „Tvö-
þúsund steinar“ úr Kartöfluprinsessunni ghmir Steinunn beinlínis við
sundrun táknsins sem stendur fyrir missinn. Eftir stendur ljóðmælandi
sem er ófær um að losa sig frá fortíð sem finnst hvergi lengur:
Landslag æskunnar útmáð
Klöppin okkar sprengd
fyrir djúpan grunn
undir ekkert hús.
Við gengum þar í maí. í maí.
Nú er klöppin tvöþúsund steinar
dreifð um ókunnug holt
hóllinn okkar eyðiey í umrótinu35
hrekjast: Um ástina, karlveldið og kv'enlega sjálfsmtTid í Tímaþjófnam efrir Steinunni
Sigurðardóttur“. Speglanir: Komir í íslenskri bókmemitahefð og bókmenntasógu, Reykja-
vík, Rannsóknastofha í kvennafræðum, 2000, bls. 279-280.
33 Peter M. Sacks: The English Elegy: Studies in the Genre from Spenser to Yeats, Balt-
imore og London, The Johns Hopkins University Press, 1985, bls. 71-72.
34 Steinunn Sigurðardóttir: Kiiaskítnr ognorðtirljós, bls. 44 46, 50-51.
35 Steinunn Sigurðardótrir: Kiinöfluprimessan, bls. 16.
io5