Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 189
„ALLRA LJ ÓÐRÆNASTA VIÐFANGSEFNIГ
á rönguna og felur dauða konunnar að tryggja lífsbjörg fjölskyldunnar,
ættflokksins og samfélagsins, sem og sköpun listaverksins? Og hvaðan
koma þá þær fjölmörgu frásagnir um háleita reynsluna af því að horfa á
lík?
Sjálfur réttlætir Poe val sitt á hástiginu einungis sem rökrétta afleið-
ingu áðurnefndra forsendna. I skáldlegri ritgerð sinni hyggst hann lýsa
ferli listrænnar sköpunar og notar ljóð sitt „Hrafninn“ sem dæmi. Fyrsta
forsendan sem hann gefur sér er að öll listaverk ættu að byrja á endinum,
að útgangspunkturinn í samsetningu hverrar sögu sé hin líflausa spenna
sem úrlausn frásagnarinnar skapar: „[Ajðeins með því að hafa úrlausnina
stöðugt í huga [er okkur] fært að ljá söguþræðinum nauðsynlegt and-
rúmsloft afleiðinga eða orsaka.“8 Dauðinn er því allt frá upphafi óaðskilj-
anlegur hluti af skáldskaparfræði Poes, þar sem lýsingar á atburðum, og
sjálfur tónn lýsinganna, sækja skáldlega krafta sína og gildi í fýrirfram
ákveðið og óumflýjanlegt afturhvarf til hins líflausa ástands. Þetta kem-
ur reyndar heim og saman við hugmyndir Peters Brooks um að líta megi
á allar frásagnir sem minningargreinar, því þær leiti ígrundaðrar þekk-
ingar sem verði til eftir endalokin, en það þýðir í öllum mannlegum
skilningi að textanum er komið fyrir handan dauðans.9 Eftir að hafa
ákveðið að viðeigandi lengd á ljóði sínu sé „takmörkuð við eina yfirlegu“,
veltir Poe næst fyrir sér almennum, tilætluðum áhrifum þess og kemst að
þeirri niðurstöðu að Fegurðin sé æðsti hugblær þess og kjarni, eina „lög-
mæta svið“ ljóðsins. Því að „dýpsta ánægjan, sú sem er tærust og helst
hefur menn upp, er samkvæmt minni trú falin í að hugleiða hið fagra“.10
Með „Fegurð“ á Poe fremur við áhrif en eiginleika, eða svo nákvæmni sé
maður upprættur verða úr ísrael“, [þýð.: Biblían, Mós. 19.11, Hið íslenska Biblíufé-
lag (1981), í frumtexta er vitnað í útg. Kingjames (1974), bls. 143]. Sjá einnig Mary
Douglas (1966). Pnrity and Danger. An Analyses of Concepts of Pollution and Taboo.
London: Routledge og Kegan Paul.
8 Edgar Allan Poe (1846), bls. 13. James Nohmberg sér bókmenntir sem merktar
„fyrir komandi kynslóðir", því viðbrögð lesandans era nauðsynlega afturvirk og all-
ar bókmenntir frá hans sjónarmiði því í þátíð. Tilvitnun eftir Walter J. Ong (1977).
Interfaces of the Word: Studies in the Evohition of Consciousness and Culture. Ithaca:
Comell University Press, bls. 241.
9 Peter Brooks (1966). Reading for the Plot. Design and Intention in Narrative. New
York: Knopf, 1984. Sjá einnig umfjöllun Franks Kermodes (1966). Sense of an End-
ing. Studies in the Theory ofFiction. Oxford: Oxford University Press, um nauðsyn á
frásagnarlegri lokun sem gæði reynsluna merkingu.
10 Edgar Allan Poe (1846), bls. 16.
187