Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 205

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 205
„ALLRA LJÓÐ RÆNASTA VIÐFANGSEFNIГ ingunni leg-gröf, er nánd kvenleikans við ótáknaðan raunveruleika. Þetta merkir að ólýsanleiki dauðans sé nokkurs konar tómarúm sem leggur grunn að lífinu, en er þó handan girnda sjálfsástarinnar og lögmála menningarinnar, sem eru hönnuð til að halda tómarúminu í skefjum en hrynja þó andspænis því. Þessi óbrotna heild sem kvenlíkaminn er ekki, íjarveran sem einkennir hann, að hann er „ekki allt“ og „ekki heill“, leið- ir til ógnvænlegrar uppgötvunar á hinu raunverulega ástandi, sem síðan er reynt að yfirvinna með því að binda þessa stöðu mála við hinn og losa sig þannig undan henni og svo með því að greina á milli hennar og lík- amans og einangra hana þannig enn frekar. A sama tíma er hryllingur skortsins dreginn fram en þar með dregið úr honum með mælskubragði óhófsins: Margföldun getnaðarlimsins í táknlegri snákaiðu er ekki leng- ur hættuleg þegar hausinn hefur verið skilinn frá líkamanum, heldur hughreystandi. Einmitt með því að tengja saman hið hryllilega „minna en heilt“ og táknlegan staðgengil þess, „óhófið“, er konan látin aftnarka menningarkerfi um leið og hún sýnir endahvörf þess, stund afhroðsins. De Beauvoir kemst að þeirri niðurstöðu að konan sé uppfinning en eigi sér þó tilvist utan þeirrar samsetningar: ,,[H]ún er ekki aðeins hold- gervingur drauma [karlmanns og menningar], heldur einnig vonbrigði þeirra. Sú myndræna ímynd konu er ekki til sem ekki kallar umsvifalaust fram andstæðu hennar ... [H]vernig sem á hana er litið komum við alltaf aftur að þessu reiki fram og til baka, því að það sem er ekki nauðsynlegt hlýtur að snúa stöðugt til baka til þess sem er nauðsynlegt.“43 Menning- arlega birtist konan karlmanninum sem Annarleiki, innan ókennilegs sviðs hennar renna tvö andstæð gildi saman í eitt, þar á meðal í þeirri tví- bendnu staðreynd að hún dregur ffam það sem er utan menningarinnar sem og bælda, útilokaða og afgirta innviði hennar. Ennfremur má ekki aðeins rekja tvöfalda virkni konunnar til mótsagnakenndrar, merkingar- legrar kóðunar hennar. Eins og dauðinn er hún líka sömu andránni skráð mn á goðsögulegt svið menningarinnar sem mælskulist og texti annars vegar og ótáknaður raunveruleiki og náttúrlegur efnisheimur hins vegar. Hún er staðurinn sem miðlar á milli einberrar staðreyndar líkamans og þýðingar líkamans yfir á tákn sem vísar alls ekki til hans. En aftur að „Heimspeki sköpunarinnar“: Ef fegurð, kvenleiki og depurð eru menningarlega tengd dauðanum má skilja þetta síðasta hugtak Poes, 43 Simone de Beauvoir (1974), bls. 210. 2°3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.