Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 51
INAVIST DAUÐANS
Leifur Muller hefur á hinn bóginn sannleikann að leiðarljósi í bók
sinni I fangabúðum nazista, hversu óþægilegur sem hann kann að vera.
Samt treysti hann sér ekki til að segja ffá öllu.
Þegar Levi lítur tilbaka er hann gripinn óraunveruleikatilfinningu hkt
og Leifur. „I dag, jafnvel í dag meðan ég sit og skrifa við borð, er ég sjálf-
ur ekki sannfærður um að allt þetta hafi í rauninni gerst“.29
I lok bókarinnar La tregna, sem kom út 1963, segir hann ffá því (325)
að sig dreymi stundum skelfilegan draum og um sé að ræða draum inni í
öðrtun draumi, uppistaðan þó alltaf sú sama. Hann situr við borð með
fjölskyldu eða \inum í fögru umhverfi, en er samt fullur angistar og
finnst sér ógnað. Og þá gerist það allt í kringum hann að landslag, vegg-
ir, fólk leysist sundur. Það umbreytist í óreiðu og Levi situr einn í því sem
er grátt og drungalegt „ekkert“, og þá veit hann, hann veit og hefur allt-
af \itað, að ekkert af því sem var utan við fangabúðimar var satt. Það var
ekki annað en stutt leyfi, tálsýn eða draumur. Með öðrum orðum, innri
draumur. Ytri draumurinn var á hinn bóginn annars eðhs og nöturlegtu.
Primo Levi svipti sig lífi 11. apríl 1987. Hann kastaði sér niður um
stigaopið í húsinu þar sem hann hafði fæðst og átt heima allt sitt líf, fyr-
ir utan þann tfma sem hann var í Auschwitz og á leiðinni þaðan og heim.
Jorge Semprún spyr í bók sinni Uécriture ou la vie hvers vegna Primo Levi
hafi gripið til þessa ráðs. Hvers vegna minningar hans frá Auschwitz hafi
hætt að vera afl sem knúði hann til að skrifa. Hvers vegna ritstörfin hafi
hætt að veita honum ffið (269). Aður fyrr hefðu þau hjálpað honum að
snúa aftur til lífsins (267). Sjálfur hafði Semprún orðið fyrir því að falla
af palh jámbrautarlestar sem tengdi tvo vagna. Lestin var svo full að
hann komst ekki inn í hana. Sem betur fór var hún á lítilli ferð. Hann
vissi ekki almennilega hvort um slys hefði verið að ræða eða hvort hann
hefði hent sér af pallinum. Sjónarvottur sló því föstu að hann hefði kast-
að sér. Atvikið gerðist stuttu efdr að hann kom ffá Buchenwald til París-
ar. Lestin hafði verið að koma inn á brautarstöðina í Gros-Noyer-Saint-
Prix rétt hjá París og hann fengið einskonar aðsvdf. Það kemur honum til
að velta fyrir sér hvort sjálfsvíg sé nokkuð annað en aðsvif sem menn fái
þegar minnst varir (227). Við fallið rotaðist Semprún og þegar hann
: ' Primo Levi: Se questo é un uomo, bls. 93: „Oggi, questo vero oggi in cm io sto sed-
uto a un tavolo e scrivo, io stesso non sono convinto che queste cose sono realmente
accadute."
49