Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 128
GUNNAR J. ARNASON
lega getur list Magnúsar hjálpað henni til að skilja þetta bettu, en sem
vísindamaður er hún eftir sem áður í vanda stödd.
Jafnvel þótt við gefum okkur að sýning Magnúsar hafi heppnast full-
komlega í hstrænu tillhti, er ekki þar með sagt að hún hafi nokkurt gildi
frá sjónarmiði vísinda. Listræn sköpun leggur engan dóm á vísindalegar
kenningar, né heldur eru vísindi mæliks’arði á listræna sköpun. Það er því
erfitt að sjá hvemig hægt sé að skapa heildstæðari sýn með því að stilla
þessu tvennu saman. Hins vegar getum við hugsanlega fúndið ásættan-
legt svar sem gengur ekki svo langt að sameina hið vísindalega og list-
ræna undir einn og sama hatt. Sýn viðfangsefnis á uppruna sinn í ein-
hverri mjmd, hvort sem hún er listræn eða vísmdaleg. Myndir eru
samsettar úr áktæðnmn þáttum sem tengjast innb\Tðis, búa yfir vissri
skipan, hafa mismunandi áhersluatriði. Þetta á bæði Hð um listrænar og
vísindalegar myndir, óháð viðfangsefni. Geturn við ekki hugsað okkur
uær myndir sem eiga sér gjörólíkan uppruna, gegna ólíku hlutverki og
eru metnar út ffá mismunandi forsendum, en sem gætu eftir sem áður
varpað einhverju ljósi hvor á aðra, jafnvel búið yfir ák\reðnmn skyldleika
í innri uppbyggingu? Nota Gsmdamenn ekki iðulega mjndir til að auð-
velda ímynlpnaraflinu að ná utan um flókin og illskdljanleg fiTÍrbæri, en
sem hafa að öðru leyti ekkert Hsindalegt gildi?
Kannski höfum \ið hér svarið við lokaspmningu Helgu, hvort fræði-
maðurinn geti öðlast nýja eða breytta sýn á viðfangseíni sitt með því að
kynna sér myndlist sem hefur sama viðfangsefni? Eg býst \áð að allir geti
á einn eða annan hátt fengið nýja sýn á hlutina í hstrænxú upplifun, en
þetta veltur svolítið á því hvað við eigum við með nýrri sýn. Varla eimrn
við að tala um nýjar tilgátur, kenningar eða skýringar? Spmningin var
sett fram frá sjónarhóh vísindamannsins, og því þurfum við ekki aðeins
að getað svarað henni fyrir Helgu heldur alla vísindamenn. Vísindamað-
urinn verður að gera það upp við sig á eigin forsendum hvort ný mynd
eða sýn hefur nokkurt gildi fyrir hann sem Vsindamann og hann verður
að beita eigin ímyndunarafh við að heimfæra þá mynd sem á sér listræn-
an uppruna \fir á þá mynd sem vísindin skapa af sama viðfangsefni. Við
hljótum því að komast að þeirri niðurstöðu að Helga sjálf sé sú eina sem
getur svarað því hvort sýning Magnúsar gefi henni nýja eða breytta sýn
á krefjandi viðfangsefni.
126