Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 29
I NAYIST DAUÐANS
sér meðrdtaðir um nekt sína. Seinna rann upp fyrir þeim að hún gat orð-
ið þeim til glötunar eða bjargar. I Auschwitz fór öðru hvoru ffam „úrval“
á mönnum. Undirforingi í SS-sveitunum sá um að velja úr hópi naktra
manna þá sem væru í nógu góðu líkamlegu ásigkomulagi til að halda
áfram að þræla sem vinnudýr, aðrir voru sendir í gasklefana. Levi lýsir
einu slíku „úr\rali“ sem hann lenti í sjálfur. Eitt augnatillit og örlög hans
yrðu ráðin. Hann reyndi að ganga ákveðinn í fasi framhjá undirforingj-
anum, en léttur í spori, þandi brjóstkassann og kreppti vöðva (114).
Lítdlræði eins og sjálfsvirðing var fyrir löngu úr sögunni.
Tilfinningin um nekt var það líka.
Slíkt úrval átti sér ekki stað í Buchenwald, en eins og áður sagði var
föngum þar ekki útrýmt í gasklefum. I Sachsenhausen var starfræktur
einn gasklefi og hafði yfirlæknirinn á staðnum haft forystu um að hann
yrði settur upp (Býr Isl. 137). Haustið 1944 sprengdu Þjóðverjar upp
gasklefana og líkbrennsluofnana í Auschwitz til að má út ummerki.16
Þegar Þjóðverjar höfðu rekið fangana í Auschwitz af stað í dauðagöng-
una, skapaðist nokkurra daga milhbilsástand áður en Rússar komu. Eins
og búið er að minnast á var Primo Levi einn af þeim mörgu sem skihnn
var eftir th að deyja drottni sínum. I sjúkraskálanum með honum voru eh-
efu sjúklingar aðrir og voru þeir án vatns og rafmagns. Þeir komu sér sam-
an um að reyna að hjálpa hver öðrum þar th þeim yrði bjargað. Umönn-
unin, baráttan fyrir vatni, mat og útdeilingin á honum varð smám saman
til þess að kenna þeim að verða aftur mennskir (142). Að vera manneskja
var ekki lengur sár eftirsjá í endurminningunni heldur raunveruleiki.
Primo Levi gerði sér grein fyrir, löngu áður en hann byrjaði að skrifa
bók sína, að erfitt yrði að segja öðrum ffá reynslu sinni á þarm hátt að
hún yrði trúverðug og vekti áhuga. Hann óttaðist, eins og pólski gyðing-
urinn sem sagði Semprún og félögum hans í Buchenwald frá þátttöku
sinni í Sonderkommando, að sér yrði ekki trúað. I Auschwitz dreyrmr Levi
hvað efdr annað sama drauminn: Hann er staddur ásamt systur sinni og
vinafólki einhvers staðar og er að segja frá því hvemig sé að sofa við hlið-
ina á öðmm í þröngri koju, hvernig sé að þjást af hungri, og fleira í þeim
dúr, og finnur að vissu leyti til frásagnargleði. En fólkið hlustar ekki, tal-
ar sín á milli og stendur alveg á sama um það sem hann er að segja. Allt
í einu lítur systdr Levi tdl hans, hvessir augun á hann, stendur á fætur og
gengur þegjandi burt (53).
16 Sjá I sommersi e i salvati, bls. 4.
27