Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 64
ULFHILDUR DAGSDOTTIR
is helguð tilbrigðum við zombíuheim Romeros. í þessum sögum er
zombían skoðuð út frá ýmsum sjónarhornum og meðal annars birtast þar
zombíur sem eru alls ekki sálarlausar/heiladauðar, heldur bara ansi
mennskar, bara lifandi dauðar. Enn eitt tilbrigðið tdð zombímia er skáld-
saga Stephen King Pet Sematary (1983), kvikmjmduð árið 1989 af Mary
Lambert (framhaldsmynd 1992, sami leikstjóri). Þar er sagt frá
gæludýrakirkjugarði sem á hvíla álög frumbyggja Ameríku; hver sem í
honum er grafinn snýr aftur, lifandi, en þó ekki, með sína sál og sjálf, en
þó ekki. Saga Kings er dæmi um zombíuna í nærmynd, ekki her zombía
heldur eina til tvær, sem þú þarft að búa með.
Ekki má heldur gleyma framlagi Itala til zombíunnar, en leikstjórar
eins og Lucio Fulci tóku aldeilis við sér þegar innyfli og líkamspartar
zombía fóru að smyrja hvít tjöld í Ameríku.10 Fyrsta myndin í zombíu-
syrpu hans blandar saman þeirri heimsendasýn sem einkennir m\mdir
Romeros og upprunasögu zombíunnar í karabíska hafinu. Zombi 2 eða
Zombie Flesh Eaters (1979) hefst á því að mannlausan bát rekur inn í höfn
New York. Þegar strandgæslan fer að athuga málið er báturinn ekki eins
mannlaus og útlit var fýrir, þar heldur til zombía sem umsvifalaust étur
annan strandgæslumanninn. (Hér er minnt á skyldleika zombíunnar og
vampýrunnar, því Drakúla greifi kom einmitt til Englands á að því er
virtist mannlausu skipi sem rak fýrir vindum.) Báturinn reynist í eigu
vísindamanns og dóttir hans finnur bréf þar sem hann talar um eyju í
karabíska hafinu og dularfullan sjúkdóm sem hann hafi smitast af þar.
Stúlkan tekur sig til og fer til eyjunnar í félagi við blaðamann og þar
uppgötva þau að eyjan hefur verið yfirtekin af zombíum, bumbur óma
og zombíur smakka á þeim fáu sem eftir lifa. Læknir og vinur föður
stúlkunnar hefur reynt allt sem hann getur til að fá botn í málið, en ekk-
ert gengur og líklegasta lausnin virðist vera vúdú-galdur. Unga fólkið
sleppur um borð í bát á síðustu stundu með félaga sínum sem hefur ver-
ið bitinn af unnustu sinni - klassísk sena í zombíu-myndum, en persón-
ur þeirra eru stöðugt að lenda í því að kljást við zombíska vini og ætt-
ingja - þau stefna heim en í útvarpinu heyra þau að New York hefur
10 Af ítölskum zombíumyndum má nefn-a myndir Lucio Fulci, Zombi 2 (Zombie Flesh
Eaters 1979), Paura nella citta dei morti viventi (City of the Living Dead, 1980) og L'ald-
ild (The Beyond, 1981). Spánverjar voru einnig duglegir í zombíubransanum. Sjá
„Zombies“, í The BFI Companion To Horror, ritstj. Kim Newman, London, British
Film Institute 1996.
62