Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 28

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 28
ÁLFRÚN GUNNLAUGSDÓTTIR þá út eins og heitar lummur og var þýdd á þölda tungumála. Hvers vegna þetta áhugaleysi framan af og svo skyndilegur áhugi? LeH skýrir það þannig, að Evrópa hafi verið í sárum efdr heimsstyrjöldina og að menn hafi verið að reyna að byggja upp það sem lagt hafði verið í rúst, þess vegna hafi þeir ekki verið tilbúnir til að rifja upp sársauka og erfiðleika stríðsáranna. En þetta hafi horft öðruvísi við um áratug síðar (329-330). Auk þess var ný kynslóð vaxin úr grasi. Og eftir það hætti Levi aldrei að skrifa og skrifaði um fleira en reynslu sína af fangabúðum nazista. Hann skrifaði skáldsögur og líka greinar. Primo Levi lætur þess ekki getið hvort hann hafi breytt einhverju í Se questo é un uomo við seinni útgáfu bókarinnar 1958. Um það hefði verið fróðlegt að fá að vita. Hann hafði raunar byrjað að skrifa áður en hann kom heim til Torino, en orðið að henda því jaftióðum. Hefðu slík blöð fundist í fórum hans í Auschwitz, hefði það getað kostað hann lífið. Hann fór að skrifa þegar hann fékk vinnuna á rannsóknarstofunni. Um leið og hann steig yfir þröskuld rannsóknarstofunnar, rakst hann á kunn- ingja sem oft skaut upp kollinum á sunnudögum: Sársaukann sem fylgdi því að muna og rifja upp. Upplifa sjálfan sig sem manneskju. Og þá tók hann blýant og stílabók sem hann hafði fengið til umráða og „ég skrifa það sem ég mun engum geta sagt“.ls Þörfin fyrir að segja frá var til staðar meðan á fangavistinni stóð. Að læra að vera ekki maður, að bregðast ekki við eins og venjulegur maður mundi gera, var eitt af því erfiðasta. Afleiðingin varð sú að menn fylltust skömm á sjálfum sér. Afmennskunin byrjaði um leið og komið var til búðanna. Ekki aðeins föt og persónulegar eigur voru teknar af mönn- um, heldur var líka rakað af þeim allt hár, á höfði, kynfærum og undir höndunum. I stað nafns fengu þeir númer. I stað orða sem létu kunnug- lega í eyrum voru komin ffamandi orð og öskur. Daginn sem Levi kom til Auschwitz voru hann og ferðafélagar hans, þeir sem ekki höfðu verið sendir í gasklefana, látnir hlaupa allsnaktir langa leið úr einum skála yfir í þann næsta þótt um hávetur væri. Samt voru þeir næsta grunlausir um hvað biði þeirra. Þetta var aðeins byrjunin. Leiðin átti eftir að liggja nið- ur á við og kannski enda í dauða. Að lokum skildist þeim að til að halda lífi yrðu þeir að hætta að vera menn (21-23). Þegar fangarnir hlupu naktir úti við komuna til Auschwitz voru þeir 15 Primo Levi, Se questo é un uomo, bls. 126: „[...] e scrivo quello che non s-aprei dire a nessuno.“ 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.