Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 82
JENS LOHFERT J0RGENSEN
að hún ætli að giftast Thorbrogger kemur fram að þar er bæði um að
ræða andlega(n)og líkamlega(n) heild/aðskilnað:
„O, en móðir, kæra móðir! hvað höfum við gert þér, höfurn við
ekki ávallt elskað þig, höfum við ekki bæði þegar við höfum
verið hjá þér og þegar við höfum verið fjarri þér, hallað okkur
að þér sem var okkur kærust í veröldinni. Föður okkar höfum
við ekki þekkt nema í gegmmi þig, það ert þú sem kenndir okk-
ur að elska hann, og það að Ellinor og mér þykir svo vænt um
hvort annað, er það ekki vegna þess að þú alla daga og óþreyt-
andi hefur sýndir öðru okkar hvað var þess virði að elska hjá
hinu, og hefur það ekki verið eins með allt fólk sem við höfum
bundist tryggðaböndum, höfurn við ekki allt frá þér!“13
Það er ekki síst orðanotkun Tages sem afhjúpar að frú Fonns er tenging-
in milli hans og systurinnar og umheimsins. Þess vegna leiðir hjónaband
hennar ekki einungis til aðskilnaðar hennar við þau, heldur einnig til
innri sundrungar, eins og fram kemur í dyntóttri framkomu Tage eftir
aðskilnaðinn. En með kveðjubréfi sínu endurskapar frú Fonns eininguna
milli sín og barnanna.14 Flún býður svo að segja sjálfa sig aftur fram sem
tengilið. Nákvæmara orðlag væri ef til vill að hún þröngtd sér upp á börn
sín með þessum hætti, því að hún skrifar þeim af mikluin mjmdugleik í
krafti dauðans. Eins og fram kemur í fjmstu setningu bréfsins munu Tage
og Ellinor ekki fá það í hendur fyrr en eftir lát frú Fonns, það er með
öðrum orðum rödd dauðans sem talar til þeirra í bréfinu. Með þessum
myndugleika býður frú Fonns þeim að taka Thorbrogger inn í heildina.
Kveðjubréfið skapar heild á merkingarsviðinu og þ\d fýlgir tilhneiging
til jafnvægis í forminu. Stíllega er bréfið fullt af endurtekningum sem
formlega séð bæði fullkomna það og ljúka því. Lítum t.d. á kaflann sem
1J „Aa, men Moder, kjæreste Moder! hvad har vi dog gjort Dig, har vi ikke elsket Dig
altid, har vi ikke, baade naar vi var hos Dig og naar \d var borte fra Dig, længtes ind
imod dig som mod det Bedste vi ejede i Verden. Fader har vi jo ikke kjendt uden
gjennem Dig, det er Dig, der har lært os at elske ham, og naar Ellinor og jeg hold-
er saa meget af hinanden, er det saa ikke, fordi Du Dag i Dag, utrættelig har vist
den Ene, hvad det var, der var værd at elske hos den Anden, og har det ikke været
saadan med hvert Menneske, vi har knyttet os til, har vi ikke Alting fra Dig!“
(181. Skáletrun greinarhöfundar)
14 Sbr. ritgerð Jorn Vosmarý.í! Jacobsens Digtning. Gyldendal, 1984, sem sér þrána eft-
ir einingu sem grundvallardrifkraft höfundar-verksins.
8o