Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 79
MYNDIR AF LISTAMANNTSTUM ANDSPÆNIS DAUÐANUM
inn er sá mögnleiki sem eflir og dýpkar hið „eiginlega“ við tdlveruna.11
En einangrun er byggð inn í óbætanleikann: Er dauðinn eflir eiginveröld
eintaklingsins, skilur hann viðkomandi um leið frá umheiminum. Og í
þessu mótsagnakennda sambandi verður að umbera dauðann, hann er sá
eini af möguleikum Hfsins sem við vitum með vissu að rætist. Osvikin
vera-til-dauða felur þannig í sér að tilvistin verður að \dnna hvert einasta
verk með þá hótun að leiðarljósi að dauðirm vofi stöðugt yfir, hótun sem
birtist áþreifanlega í ótta sem hefur neikvæð áhrif á hversdagslífið.
Andspænis yfirvofandi dauða sínum upphfir frú Fonns einmitt þessa
eflingu tilverunnar. Það er ef til vill of mikil einföldun (en nauðsynleg þó
í ljósi rannsóknasögu smásögunnar), að sjónarhorn dauðans í lífinu og á
lífið upplýsir það Hfaða og gefur því merkdngu fyrir fiú Fonns. En það er
síður en svo einföldun að beina sjónum í gagnstæða átt, þ.e.a.s. inn á við
að dauðanum sjálfum til að komast að því, hvaða þýðingu þetta merking-
arberandi hlut\rerk hefur fyrir hann. Mér finnst þetta áhugavert, því með
því reynir Jacobsen að glæða sjálfan dauðann merkingu. Og það er hér
sem ég tel meginuppistöðu smásögunnar vera að finna í þeim skilningi,
að frú Fonns upplifir síðbúna Hfshamingju sína í þeim tilgangi að dauði
herrnar öðhst merkingu. Uppspretta og þyngdarpunktur sögunnar er
kveðjubréf frú Fonns til bama sirrna sem jafnframt er endir smásög-
unnar:
„Kæm böm!“ skrifaði hún, „að þið lesið þetta bréf veit ég, því
það mun ekki berast ykkur fýrr en ég er látin. Verið óhrædd,
það era engar ásakanir fólgnar í þessum línum, ég vil aðeins að
þær rúmi nóga ást!
Þar sem mannfólkdð elskar, Tage og Ellinor, Elhnor Htla, þar
verður sá alltaf að auðmýkja sig, sem elskar heitar, og þess
vegna kem ég til ykkar einu sinni enn, eins og ég í huganum
kem til ykkar hverja stund dagsins eins lengi og mér er unnt.
11 Þessi hugsun birtist með skýrum hætti í öðrum texta eftir J.P. Jacobsen, Fru Marie
Grubbe, en undir lok sögunnar ræðir Marie við Holberg og dregur lífsreynslu srna
saman í þessa setningu: „Eg trúi því, að hver maður hfi sínu eigin lífi, og deyi sín-
nm eigin dauða.“ (Jeg tror, hver Menneske lever sit eget Liv og dor sin egen Dod,
det tror jeg.“) Tilvitnun í María Grubbe í þýðingu Jónasar Guðlaugssonar. Gylden-
dalske Boghandel/Nordisk Forlag, 1910 bls. 228. Það var þessi hugmynd um eigin
dauða sem Rilke tók upp og þróaði áfram í Das Stundenbuch (1905) og Die Aufzeic-
bmmgen des Malte Laurids Brigge (1910).
77