Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Qupperneq 205
„ALLRA LJÓÐ RÆNASTA VIÐFANGSEFNIГ
ingunni leg-gröf, er nánd kvenleikans við ótáknaðan raunveruleika. Þetta
merkir að ólýsanleiki dauðans sé nokkurs konar tómarúm sem leggur
grunn að lífinu, en er þó handan girnda sjálfsástarinnar og lögmála
menningarinnar, sem eru hönnuð til að halda tómarúminu í skefjum en
hrynja þó andspænis því. Þessi óbrotna heild sem kvenlíkaminn er ekki,
íjarveran sem einkennir hann, að hann er „ekki allt“ og „ekki heill“, leið-
ir til ógnvænlegrar uppgötvunar á hinu raunverulega ástandi, sem síðan
er reynt að yfirvinna með því að binda þessa stöðu mála við hinn og losa
sig þannig undan henni og svo með því að greina á milli hennar og lík-
amans og einangra hana þannig enn frekar. A sama tíma er hryllingur
skortsins dreginn fram en þar með dregið úr honum með mælskubragði
óhófsins: Margföldun getnaðarlimsins í táknlegri snákaiðu er ekki leng-
ur hættuleg þegar hausinn hefur verið skilinn frá líkamanum, heldur
hughreystandi. Einmitt með því að tengja saman hið hryllilega „minna
en heilt“ og táknlegan staðgengil þess, „óhófið“, er konan látin aftnarka
menningarkerfi um leið og hún sýnir endahvörf þess, stund afhroðsins.
De Beauvoir kemst að þeirri niðurstöðu að konan sé uppfinning en
eigi sér þó tilvist utan þeirrar samsetningar: ,,[H]ún er ekki aðeins hold-
gervingur drauma [karlmanns og menningar], heldur einnig vonbrigði
þeirra. Sú myndræna ímynd konu er ekki til sem ekki kallar umsvifalaust
fram andstæðu hennar ... [H]vernig sem á hana er litið komum við alltaf
aftur að þessu reiki fram og til baka, því að það sem er ekki nauðsynlegt
hlýtur að snúa stöðugt til baka til þess sem er nauðsynlegt.“43 Menning-
arlega birtist konan karlmanninum sem Annarleiki, innan ókennilegs
sviðs hennar renna tvö andstæð gildi saman í eitt, þar á meðal í þeirri tví-
bendnu staðreynd að hún dregur ffam það sem er utan menningarinnar
sem og bælda, útilokaða og afgirta innviði hennar. Ennfremur má ekki
aðeins rekja tvöfalda virkni konunnar til mótsagnakenndrar, merkingar-
legrar kóðunar hennar. Eins og dauðinn er hún líka sömu andránni skráð
mn á goðsögulegt svið menningarinnar sem mælskulist og texti annars
vegar og ótáknaður raunveruleiki og náttúrlegur efnisheimur hins vegar.
Hún er staðurinn sem miðlar á milli einberrar staðreyndar líkamans og
þýðingar líkamans yfir á tákn sem vísar alls ekki til hans.
En aftur að „Heimspeki sköpunarinnar“: Ef fegurð, kvenleiki og depurð
eru menningarlega tengd dauðanum má skilja þetta síðasta hugtak Poes,
43 Simone de Beauvoir (1974), bls. 210.
2°3