Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 5

Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 5
FURÐUR NATT- ÚRUNNAR Hálfdan Ómar Hálfdanarson og Þuríður Þorbjarnardóttir skrifa sinn fasta þátt um náttúrur og vísindi: Að þessu sinni m.a. um lyfjabúr náttúrunnar 3000 plönt- ur innihalda efni sem eru virk gegn krabbameini, Um 70% af plöntunum vaxa í regnskógun- um. Lyf sem unnin eru úr plönt- um seldust fyrir um 50 milljarða dalaárið 1980 bls. 86 Geisladrif fyrir tölvur. Pétur Björnsson skrifar ............................. 81 Ánægðu börnin á Yl. Barnaheimili samkvæmt Waldorfhugmyndafræðinni 82 Náttúra-vísindi ■■■■^^^■^■■i^^H Um 3000 plöntur innihalda lyf sem eru m.a. virk gegn krabbameini .......... 86 Vitsmunaleg fæða. Rétt fæða getur aukið greind barna á örfáum mánuðum....... 87 Þess vegna roðnar þú. Andlitsroði er eingöngu félagslegt fyrirbæri. Þeir sem roðna gera það einungis í návist annarra, aldrei með sjálfum sér einum ........ 87 Lystarstolnir karlmenn. Fjórfalt fleiri írskir karlmenn þjást af lystarstoli en karlmenn í öðrum löndum Evrópu ... 88 Nasl skemmir tennur. Tilraunir á rottum leiða í ljós að nasl geti verið jafn hættulegt tönnum og sælgæti.................... 88 Peningana og minnið - eða lífið! Þjófar hafa notað lyf sem unnið er úr nornajurt til að framkalla minnisleysi hjá fórnarlömbum sínum................................ 89 Ratvísi eðla. Eðlur rata um umhverfi sitt með því að beina tveimur augum að leiðinni framundan og einu á himininn, að því er virðist....................... 90 Máttugt sýklalyf hefur fundist í blóðinu. Vopnabúr líkamans er vel birgt af vopnum gegn sýkingu......................... 91 Ýmislegt smáfréttir erlent.................... 38 smáfréttir viðskipti................. 84 Krossgáta ........................... 94 LEIÐARI Ný aldamótakynslóð Um síðustu aldamót óx úr grasi kynslóð sem að mörgu leyti er andstæða við þá kynslóð sem mest fer fyrir um þessar mundir. Aldamótakynslóðin sem svo er nefnd var uppfull bjartsýni og stórhug, hún trúði á mátt og megin einstaklingsins annars vegar og hins vegar að samvinna gæti lyft grettistökum. Og í samræmi við hugsjónir af þessum toga færði þessi kynslóð þjóðina á örfáum áratugum um þúsund ár. Frá fornaldarbúháttum til velferðarsamfélags. Sú „alda- mótakynslóð“ sem nú er að vaxa úr grasi virðist því miður ekki líkleg til viðlíka stórafreka. Það vantar eldmóðinn og bjartsýnina. Síðastliðin ár hafa bæði úrtölumenn og töffarar verið afskaplega áberandi í íslenskum stjórnmálum. Því miður hefur sá sem síst skyldi gengið fram fyrir skjöldu síðustu mánuði í bölmóði og úrtölum með linnulitlu tali um „fortíðarvanda“ og meinta sök allra þeirra ráðherra sem setið hafa á undan honum í ríkisstjórn. Núverandi forsætisráðherra hefur persónupóli- tískt afar brotgjarnan grundvöll að standa á þegar „fortíðar\7anda“ ber á góma. Sjálfur hefur hann nefnilega staðið fyrir umdeilanlegum framkvæmdum sem kostaðar hafa verið af al- mannafé og áætlanir sem hann bar ábyrgð á hafa síst reynst traustari en hliðstæðar áætlanir og framkvæmdir þeirra ríkisstjórna sem setið hafa að undanfömu. Fyrir vikið er boðskapur hans ekki trúverðugur, orð hans hafa ekki hljóm. Það er einsog það gleymist oft að ríkisstjómin á að vera ríkisstjórn allrar þjóðarinnar en ekki bara kolkrabbafyrirtækja og sértrúarsöfnuðar í Sjálfstæðisflokknum. Forsætisráðherrann hefur því miður sjálfur átt þátt í að sundra þjóð sinni og væntanlega óafvitandi sáð kornum tortryggni og bölmóðs meðal þjóðarinnar. Meir að segja í þjóðhátíðarræðu 17. júní gat hann ekki setið á sér. Það er af þessum ástæðum sem forsætisráðherra er að mæta þeirri niðurstöðu skoðanakannana að vera óvinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar frá því að slíkar mælingar hófust. Það er vissulega þörf á því að stokka upp í íslenska efnahagskerfmu og jafnvel skera víða niður. En á tímum samdráttar ár eftir ár eru skilyrði niðurskurðar að það fari samtímis fram uppbygging. Það örlar hvergi á henni og hugmyndafátæktin á vegum ríkisstjómarinnar virðist nær alger. Þær hugmyndir sem uppi em um niðurskurð og uppstokkun era settar fram án nokkurs undirbúnings og í stríði við þá sem málin varða. Það er sama hvort um er að ræða heilbrigðisráðherra, fjármálaráðherra eða forsætisráðherra, — það er einsog það sé tilgangur og markmið að vera í stríði við fólkið í landinu. Ekki er leitað samkomulags eða málamiðlana við starfsfólk á stofnunun sem eru til meðferðar hjá ráðuneytunum, ekki við launamanna- hreyflnguna né yfirleitt þá sem málin snerta mest. Staðreyndin er sú að nauðsynlegar breytingar verða ekki gerðar nema að takist um þær sæmileg sátt. Og það á að vera hlutverk stjórnmmálamanna að gera málamiðlanir, að sætta sjónarmið og treysta pólitískt bakland til að koma breytingum í gegn. Þetta virðist hafa gleymst í valdavímunni í núverandi ríkisstjórn. Stærstu möguleikar á nauðsynlegri örvun í íslensku atvinnulífi eru í sjávarútvegi. Það er borin von að núverandi ríkisstjórn geti komið sér saman, hvað þá náð sæmilegri sátt við aðra um nauðsynlegar breytingar. Það em því ekki mikil líkindi til að ríkisstjórnin verði langlíf, til þess skortir pólitískar forsendur. En það veit hins vegar enginn hvort landsmenn hreppi skárri ríkisstjórn að þessari genginni. Vissulega em blikur á lofti í efnahagslífi landsmanna en við getum auðvitað tekist á við þann vanda með áræði og bjartsýni. Það þarf að reka bölmóðinn í burtu og full ástæða til að læra af gömlu aldamótakynslóðinni sem trúði bæði á frelsi og atgjörvi einstaklingsins og kraftaverk samvinnunnar. í hönd fer hátíð ljóss og friðar. Kærleiksboðskapurinn í kristinni trú á auðvitað greiðan aðgang að flestum einstaklingum á þessum tímum. Við þurfum stundum að minna okkur á að við erum bræður og systur og tilheyrum einni þjóð, höfum sameiginlega hagsmuni og samkennd þrátt fyrir kárínur hvunndagsins. Og við þurfum að tileinka okkur umburðarlyndi til að geta hlustað á hvert annað og unnið okkur í gegnum vandamáhn —til að fá lýðræðislega niðurstöðu. Þjóðlíf óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar. í Guðs friði. A „ , Oskar Guðmundsson. Útgefandi: Þjóðlíf h.f. Vallarstræti 4, box 1752, 121 Reykjavlk, sími 621880. Stjóm: Kristinn Karlsson, Svanur Kristjánsson, Hrannar Bjöm, Jóhann Antonsson, Margrét S. Björnsdóttir, Hallgrímur Guð- mundsson, Guðmundur Ólafsson, Halldór Grönvold og Helgi Hjörvar. Fjármálastj.: Ingimundur Helgason, Viðskiptamiðlunin h.f. s. 629510. Ritstjóri Þjóðlífs: ÓskarGuðmundsson. Blaðam.: Sigríður Matthíasd. Fréttaritarar: Einar Heimisson (Freiburg), Guðni Th. Jóhannesson (Bonn), Guðmundur Jónsson(London), Bjarni Þorsteinsson (Danmörk), Guðbjörg Linda Rafnsdóttir(Lundi), Jón Ásgeir Sigurðsson(New Haven), Forsíða,hönnun: Erlingur Páll Ingvarsson. Skrifstofa m.m.: Atli Guðmunds- son. Bókhald: Viðskiptamiðlun, Jón Jóhannesson. Auglýsingastjóri: Arnar Steinþórsson. Prentvinnsla: G. Ben. prentstofa Kópavogi. Ritstjóri: 282B0. Áskriftasími: 621880. Auglýsingasímar: 26450 og 623280. Viðskiptamiðlun: 629510. ÞJÓÐLÍF 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.