Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 63

Þjóðlíf - 01.08.1991, Page 63
15. nóvember kom út hjá Máli og menn- ingu ævisaga Errós „Margfalt líf‘ sem skráð er af Aðalsteini Ingólfssyni list- fræðingi. Utgáfudagur bókarinnar var ákveðin í tengslum við opnun á sýningu í gallerí Nýhöfn á grafíkverkum Errós og nokkurra samtímalistamanna hans frá Parísarárunum en á þeim tíma tengdist Erró lauslegum samtökum listamanna sem kennd hafa verið við svokallaða „frásagnar fígúrasjón“. Að sögn Aðalsteins hefur ævisagan verið í smíðum í þrjú ár með smá hléum. Upphafið að gerð hennar má rekja til Er- rós sjálfs. Hugmynd hans var sú að búa til einfalda myndasögu um ævi sína en hann hafði safnað á milli fimm og sex þúsund ljósmyndum um ævina og raðað þeim nið- ur í rétta tímaröð. „Erró er fyrst og fremst maður myndar og hann hugsar algerlega í myndum“ segir Aðalsteinn „og þegar ég sá þetta safn hans og hann tók að fylla upp í eyðurnar með frásögn skynjaði ég strax að þessi myndaævisaga hans var í raun og veru alveg lygileg. Þetta er fyrst og fremst ÆVISAGA MEÐ MYNDUM Aðalsteinn Ingólfsson listfrœðingur um bók hans og Errós „Margfalt líf“ JÓN ÖZUR SNORRASON ævisaga og einkum hugsuð fyrir þá sem haldnir eru ævisöguáhuga. Hún er ekki listaverkabók þótt fjallað sé um ákveðnar myndir Errós og margar þeirra birtist prentaðar í bókinni. Persónulegar ljós- myndir hans eru í miklum meirihluta í bókinni og hún er í frekar stóru broti. Hún er þykk einkum vegna myndefnisins og er hátt á sjötta hundrað síður.“ „Ævi Errós er margföld eins og heiti bókarinnar gefur til kynna. Frásögnin er lögð honum í munn og ég læt hann tala en færi þó nokkuð í stílinn því málkennd hans hefur dofnað talsvert á langdvölum hans erlendis. Hann lýsir öllu af hrein- skilni og dregur ekkert undan en ég fylli síðan upp í frásögn hans með bréfum, dag- bókum og heimildum annarra. Þannig verður þetta mjög mannmargur og kannski margradda texti því ég fleyga textann með frásögnum annarra. Það er litríkur og stríður tónn í frásögninni eins og maður finnur í myndum hans. Að minnsta kosti reyni ég að framkalla þau áhrif. Tónn minninganna er látinn koma fram óheftur og ég ritskoða ekkert þó frá- sagnir annars fólks stangist í einu og öllu á við það sem Erró segir. Eg þori að fullyrða að í þessari bók er dregin upp mynd af Erró sem íslendingar þekkja nánast ekki neitt. Hversdagssaga hans er rakin og ákaflega litríkævi. Fjallað er um kvennamál hans og pólitíska þátt- töku en hann tengdist ýmsum róttækum hreyfmgum í pólitík á sínum yngri árum. Sagt er frá Kúbuferð hans árið 1967 og Bangkok ferðum. Stór þáttur í þessari sögu er sá hvaða augum fólk lítur Erró og hvernig það metur hann. Það er niður- staða mín að hann er ákaflega heill í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og í hon- um er ákveðinn barnslegur kjarni. Enda hefur verið sagt um Erró að hann sé nokk- urskonar Parzíval, hálfgerður saklaus fár- áðlingur sem berst fyrir sannleikanum og það er leitun að fólki sem segir eitthvað neikvætt um hann“ sagði Aðalsteinn að lokum. 0 hylli mína. Ég hef þýtt tvær bækur eftir Búlgakov, Meistarann og Margarítu og Örlagaeggin og núna er ég að þýða þá þriðju, Hundshjartað, en Árni Bergmann þýddi leikritið sem byggir á sögunni og var einmitt flutt í Ríkisútvarpinu í nóv- embermánuði. Nú ertu einnig ljóðskáld og ljóðasafn þitt nýkomið út. Hvernig fer það saman að þýða verk annarra og semja eigin texta? — Ljóðasafn mitt kom reyndar út í vor og inniheldur þær þrjár ljóðabækur sem ég hafði áður gefið út: Þangað vil ég fljúga frá árinu 1974, Orðspor daganna frá 1983 og Nú eru aðrir tímar, frá því í fyrra. Að auki eru í því óbirt frumsamin ljóð og þýðingar. Ég held að sambúð ljóðskálds- ins og þýðandans sé nú bara í ágætu lagi en skarist reyndar ekki svo mikið. Þetta er í raun svo ólík sköpun og svo ólík vinna en þó held ég að það sé hollt fyrir ljóðskáld að þýða og þá einkum dálítið af ljóðum. Ég er einmitt að því núna. Ég er að þýða ljóð eftir rússneska skáldkonu sem heitir Mar- ina Tsvetajeva en hún framdi sjálfsmorð fyrir fimmtíu árum og er gjarnan talin upp með stærstu ljóðskáldum þeirra. Hún orti eins og engill. Að lokum Ingibjörg. Er það ekki nauð- syn hverri þjóð að eiga heimsbókmennt- irnar á sínu eigin tungumáli? — Það er auðvitað bráðnauðsynlegt fyrir Islendinga að fá heimsbókmenntirn- ar þýddar á sitt eigið tungumál og eftir að þýðingarsjóðurinn varð að veruleika, sem ég held að Guðrún Helgadóttir hafi átt frumkvæðið að, hefur miklu meira verið þýtt af svokölluðum fagurbókmenntum. Áður var þetta bara ekki mögulegt en í dag fá útgefendur styrki úr sjóðnum sem duga til að borga þýðendum laun. Það var alla vegna fyrir löngu kominn tími til að þýða skáldverk Dostojevskís á íslensku. 0 ÞJÓÐLÍF 63

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.