Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 77

Þjóðlíf - 01.08.1991, Blaðsíða 77
Pálína Vagnsdóttir og Bjami S. Ketilsson: „Á Bolungarvik skemmta menn sér saman hvort sem þeir eru 16 ára eða sjötugir. “ söngleikinn Síldin kemur, síldin fer, þá kynntist ég Pálínu, en hún sá einmitt um að æfa söngliðið. Þar með var söngkonan komin en allt hitt vantaði. Síðan kynntist ég Herði Ingólfssyni trommara í matar- boði hjá leikstjóranum, Helga Sverris- syni, þannig að þá var trommarinn kom- inn og nú vantaði bara gítarleikara. Hann bættist fljótlega í hópinn en sá var gítar- kennari. Og eftir eina leikfélagsæfmguna var rennt í hljómsveitaræfingu, æft til fjögur um nóttina og spilað á pöbb daginn eftir en það spilerí breyttist fljótlega í ball. — Gítarkennaranum leist ekkert á þetta og dró sig í hlé, þannig að leitin að gítarleikara hófst aftur og eftir að hafa prufað tvo datt núverandi gítarleikari, Eiríkur Björnsson, inn í sveitina. Á fyrsta alvöruballinu var reyndar önnur söng- kona með okkur, sem sagt tvær, en hún hætti og í hennar stað kom núverandi söngvari, Guðmundur Óskar Reynisson. Hér var loksins komin endanleg mynd á hljómsveitina og við tóku æfingar á pró- grammi, segir Bjarni. Pálína: - Og til þess að hafa þetta aðeins gróskumeira þá vinnum við í smærri ein- ingum líka, t.d spilum ég og Hörður dinn- ermúsík hér á veitingastaðnum Víkurbæ. Bjarni hefur líka verið að spila með öðrum strák, Kalla H., Karli Hallgrímssyni, í dúett, m.a. á Vagninum á Flateyri (einn líflegasti pöbb landsins, innsk. G.H.Á.). það eina sem vantar hér er jassinn. Hvernig hafa viðtökurnar verið ? Bjarni: — Þær hafa verið mjög góðar, bandið er búið að spila sig vel saman og þéttleikinn kominn. Við höfum verið að kaupa okkur betri græjur og þetta er allt á réttri leið. Það eru líka allir staðráðnir í að gera hlutina vel og af metnaði. Pálína: — Við ætlum okkur að gera þetta vel en það tekur tíma. Við erum líka að vinna á mismunandi tímum sólarhrings- ins, t.d vinnur gítarleikarinn meira en hálfan sólarhringinn á vöktum í rækjunni. En þetta hefur gengið vel og núna erum við með um 70 lög á prógrammi. Eftir hverju farið þið þegar verið er að velja lögin á prógrammið ? Bjarni: — Það kemur hver með sínar upp- ástungur. Oftast komum við með lögin á kassettum og textinn fylgir að sjálfsögðu með. Síðan er þetta spilað í tækinu og síðan er bara atkvæðagreiðsla um lögin. Mjög lýðræðislegt. Pálína: — Mér finnst líka ágætt þegar við djömmum eftir æfingar, þá gerast hlutirn- ir stundum bara af sjálfu sér. Það finnst mér koma einna best út. Bjarni: — Við tökum náttúrulega lögin sem eru vinsælust í dag, Bubba og Rúnar, Sálina hans Jóns míns, Síðan Skein Sól o.fl. Við erum líka með sígíld lög eins og með Vilhjálmi Vilhjálmssyni, Bítlana og Presley. Og þegar búið er að velja eitt ákveðið lag, t.d með Bubba, er þá reynt að ná Bubba stílnum eða er lagið sniðið að rödd Guðmundar söngvara? Bjarni: — Við leggjum mikinn metnað í að spila lögin rétt en í sambandi við sönginn þá erum við ekkert endilega að eltast við sérstök blæbrigði, eins og t.d. hjá Bubba, þó stundum sé það gert. Aðalatriðið er að skila laginu vel frá sér. Pálína: -Við Gummi styðjum líka við bak- ið á hvort öðru þegar þess þarf, t.d. þegar við erum að radda, þá er gott að hafa stuðning. Það sést líka og heyrist alveg eins og skot ef maður er eitthvað óstyrkur á sviðinu. Þau eru sammála um það að nauðsyn- legt sé að brúa visst aldursbil með lagaval- inu. Á Bolungavík skemmti sér allir sam- an, sama hvort þeir eru 16 ára eða sjötugir. Og vissulega komi stundum upp tog- streita á milli aldurshópa, eldra fólkið vilji kannski heyra sjómannavalsa en yngra fólkið það sem er efst á vinsældalistunum. Pálína: — Þetta er oft á tíðum hálfgerð diplómatavinna og það á einnig við í sam- ÞJÓÐLÍF 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.